Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Síða 22

Æskan - 01.10.1969, Síða 22
ÆSKAN hefur frá 1956 verið prentuð í prentsmiðjunni ODDA hf., er var til húsa Íið Grettisgötu 16, en í fyrra fluttist fyrir- ækið í ný húsakynni að Bræðraborgarstíg 7 í Reykjavík. Þessi nýju heimkynni prent- smiðjunnar er hús upp á fjórar hæðir og ris. Á 1. hæð er pressusalur, og eru þar allar nýjustu og fullkomnustu vélar til prentunar. Síðustu tvö blöð ÆSKUNNAR hafa nú verið prentuð í nýjustu vél fyrir- tækisins, sem er offset-prentvél, og hefur prentun í þessari vél breytt mikið útliti blaðsins, þar sem nú er hægt að prenta fleiri en einn lit í einu. Á 2. hæð er setjara- salur, og eru setningarvélarnar — 4 talsins — f annarri álmunni, en handsetning og umbrot f hinni. Á þriðju hæð er bókband og á fjórðu hæðinni skrifstofur o. fl. í ris- hæð er kaffistofa starísfólks, en við fyrir- tækið vinna á milli 50 og 60 manns. Kjall- ari er undir öllu húsinu, og er þar pappfrs- geymsla, blýbræðsla o. fl. Prentsmiðjan ODDI hf. er 26 ára gömul, og þótt aldurinn sé ekki hár, er fyrirtækið orðið eitt af þeim stærstu í sinni iðn hér á landi. Forstjóri ODDA hf. hefur frá upphafi ver- ið Baldur Eyþórsson, og þakkar blaðið honum og öllu hans starfsfólki góða sam- vinnu á liðnum árum. 3 stórar bókaprentvélar eru i vélasal. Þar eru allar bækur Æskunnar prentaðar. Prentsmiðjan ODDI hf Bókbandsvinnustofurnar eru stórar og rúmgóðar. Hluti af setjarasal. Hin stóra offsetvél, sem ÆSKAN er nú prentuð í. 438

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.