Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Síða 26

Æskan - 01.10.1969, Síða 26
LÓA litla landnemi Einn lndíáni átti heima í grennd við þau. Var það gamall maður og hét harin Ramsey. Hann var mjög föngulegur maður, karlmannlegur og stór og glæsimenni í útliti. Var hann hið mesta ljúfmenni, kom oft heim til þeirra og talaði við fullorðna fólkið og gældi við börnin. Ramsey var ekkjumaður, tvígiftur,'og hafði önnur kona hans dáið úr bólunni. Tvær dætur átti hann, íullorðnar, og voru þær mjög ólíkar föður sínum og fremur ófrýnilegar, enda höfðu Jrær fengið bóluna og voru bólugrafnar í andliti. Ramsey var stundum að reyna að læra að tala íslenzku, og gekk það misjafnlega sem von var. Þegar Þórunn bað eitthvert barnanna að rétta sér skærin sín, hafði Ramsey það eftir og sagði: „Skærli mín“, og höfðu börnin gaman af. Börnunum Jrótti líka gaman að láta hann kenna sér Indíánamál. Lærðu þau nokkur orð í því máli, en gekk það víst lítið betur, en Ramsey gamla með íslenzkuna. Sem dæmi má nelna, að þau lærðu hjá honum, að handhringur væri á Jrví máli: „íben-tíben-síben-só“. Hvernig haldið Jrið að ykkur gengi að læra svona mál, börnin góð? ORÐSENDING. Munið að setja nafn og heim- ili ykkar á bréfin þegar þið skrifið okkur. Það er góð regla að setja nafn sitt aftan á um- slagið sem bréfið er sent í, það er trygging fyrir því að bréfið komizt til skila. ÆSKAN. Jón Engilberts. KÁPUMYND í tilefni af 70 ára afmæli ÆSKUNNAR birtum við á for- siðu mynd eftir Jón Engilberts málara, er hann nefnir „fsland, farsælda frón" og er eitt af þeim listaverkum, sem Jón Engil- berts gerði fyrir hátiðaútgáfu á verkum Jónasar Hallgrímsson- ar, er bókaútgáfan Helgafell gaf út árið 1945. Tvö listaverk úr þessari útgáfu hafa áður birzt hér á forsíðu. Það fyrra í mai 1967, er gert var við Ijóð Jón- asar Hallgrímssonar, „Ég bið að heilsa", og það siðara í febrúar 1968, er gert var við Ijóð Jónasar, „Stóð ég úti i tunglsljósi". Þar sem 2. tölublað af yfir- standandi árgangi er þegar uppselt, verður nýjum áskrif- endum aðeins sent blaðið frá þeim tima að áskrift berst tii blaðsins, og greiða nýir áski'tf- endur þá fyrst fyrir árið 1970 — eða fyrsta apríl 1970. Ágúst 1969 Barnablaðið ÆSKAN. 442

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.