Æskan - 01.10.1969, Side 32
FÖR GÚLLÍVERS TIL PUTALANDS
egar ég var að leika þessar listir mínar hirð-
inni til skemmtunar tveimur eða þremur dög-
um áður en ég var látinn laus, þá kom hrað-
boði til hans hátignar til að skýra honum frá,
að nokkrir af þegnum hans hefðu verið á reið nálægt
þeim stað, þar sem ég fannst fyrst, og hefðu þeir
séð þar afarstórt flykki liggja á jörðinni, mjög undar-
lega vaxið, því að það rétti út vængi sína eins breitt
og gólfið væri í svefnherbergi hans hátignar, en reisti
sig upp í miðjunni fulla mannhæð. Það væri þó ekki
lifandi vera, eins og þeir höfðu hugsað í fyrstu, því
að það lægi þar hreyfingarlaust í grasinu, og sumir
þeirra hefðu gengið í kringum það hvað eftir annað,
þeir hefðu og komizt upp á það, með því að klifra
hver upp á herðarnar á öðrum, og væri það flatt og
slétt að ofan, og með því að stappa á það, hefðu þeir
komizt að því, að það væri holt innan, og að þeir
gætu sér þess til, allra þegnsamlegast, að það kynni
að vera einhver kynjahlutur, sem Mannfjallið ætti, og
ef hans hátign þóknaðist, mundu þeir takast á hend-
ur að aka því þangað með svo sem 5 hestum. Daginn
eftir komu svo flutningsmennirnir með hattinn minn,
en miður vel útleikinn. Þeir höfðu gert tvö göt á börð-
in, svo sem hálfmælu frá jöðrunum og krækt í þau
krókum. Þeir settu svo langa strengi í þessa króka
og festu við aktygin, og drógu svo hattinn með þessu
móti nærri 500 faðma, en til allrar hamingju var land
þetta ákaflega slétt og flatt, svo að hattkúfurinn var
ekki eins illa kominn og ég hafði búizt við.
Tveimur dögum eftir þennan atburð skipaði keisari
þeim hluta af herliði hans, sem setu átti í borginni
og umhverfis hana, að vera viðbúið, og tók þá fyrir
að gera sér mjög einkennilega skemmtun. Hann ósk-
aði þess, að ég skyldi standa eins og risastandmynd
og glenna mig svo sem ég gæti mér að meinalausu.
Því næst bauð hann háyfirforingja sínum, sem var
gamall og reyndur foringi og mér mjög hlynntur, að
skipa liðsmönnum sínum í þétta fylkingu, og láta svo
liðið ganga milli fóta minna, og skyidu 24 vera í hverh
þverröð, en 16 af riddaraliðinu, og ganga þar með
þörðum bumþum, þlaktandi fánum og brugðnum
sverðum. í fylkingu þessari voru þrjár þúsundir fót-
gönguliðs og 100 riddarar.
Loks var mér gefið frelsi eftir samþykkt alls ráðs-
ins, með skildögum, sem ég vann eið að eftir Þv
sem lög þeirra mæla fyrir, og skyldi ég þá halda upp
hægra fæti mínum með vinstri hendi og leggja hæ9rl
handar löngutöng á hvirfil minn og þumalfingur á
hægra eyra.
Upphafið á frelsisskrá minni hljóðaði svo:
„Golbastó Mómaren Gúrdíló Shefinn Múllí Úllí Gúrt,
hinn stórvoldugi keisari Putalands, unaður og skeif'
ing alheimsins, konungur allra konunga, og meir'
vexti en synir mannanna, sem þrýstir á jörðina inn
að miðju, þegar hann stígur á hana, og rekur sig upP
undir sólina, sem lætur alla drottna veraldar skjálfa í
hnjáliðunum ef hann hnyklar brúnirnar, yndislegur
eins og vorið, notalegur eins og sumarið, ávaxtaríkur
eins og haustið og voðalegur eins og veturinn. Hans
dýrlega hátign ber fram fyrir herra Mannfjall, sem ný'
lega kom til vors himneska veldis, eftirfarandi sátt'
málagreinir, sem hann á að heita með dýrum eiði a®
halda.“ Þá kom sáttmálinn í 8 greinum og endaði á
þessa leið: ,,Þá er lögeiður að því unninn að halda
allar þessar greinir, skal veita fyrrnefndu Mannfja^*
daglega mat og drykk svo mikinn, að nægi einni þós'
und sjö hundruð tuttugu og fjórum af þegnum vorumi
og skal hann hafa frjálsan aðgang að hátign vorri oQ
njóta annarrar náðar vorrar og hylli. Gefið í aðseturS'
448