Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1969, Page 33

Æskan - 01.10.1969, Page 33
FÖR GÚLLÍVERS TIL PUTALANDS höll vorri Belfabórakk 12. dag hins 91. tungls ríkis- stjórnar vorrar.'1 Ég vann eið að sáttmála þessum og skrifaði nafn mitt undir hann með mestu ánægju, og var þá lokið upp festarlásum mínum og ég var orðinn frjáls. Mér var skýrt frá því á eftir, að reikningsmeistarar hans hátignar hefðu mælt hæð mína með sólhæðarmæli og komizt að þeirri niðurstöðu, að stærð mín, borin saman við stærð þeirra, væri sem 12 á móti einum, og hefði þeim talizt svo til, þegar jafnað var til líkams- stærðar þeirra, að í mér mundu vera að minnsta kosti I 724 þeirra líkamir og ég mundi því þurfa mat á við svo marga Putlendinga. Það var fyrsta bón mín, þegar ég var orðinn frjáls, að mér yrði leyft að sjá höfuðstað þeirra, Mílendó, °g leyfði keisari mér það fúslega, en með þvi sér- staka skilyrði að skemma ekkert, hvorki borgara né híbýli þeirra. Svo var þorgarbúum tilkynnt með aug- iýsingum fyrirætlun mín, að skoða borg þeirra. Múrinn um borgina er hálft þriðja fet á hæð og II þumlunga þykkur, að minnsta kosti, svo að það væri með öllu háskalaust að aka í hestakerru fram oieð honum umhverfis. Á múrnum eru rammbyggðir lornar með 10 fóta bilum á milli. Ég steig inn yfir stóra borgarhliðið, sem til vesturs vissi, og gekk svo eftir tveimur aðalstrætunum með liðleik og varkárni, °9 sveigði mig mjög á ýmsar hliðar. Ég var yfirhafnar- 'sus, því að ég var hræddur við að skaða burstirnar e húsunum og þakskeggin með kápulöfum mínum. Kvistgluggar og húsaþök voru svo þétt setin áhorf- 6odúm, að ég held að ég hafi aldrei séð mannfleiri stað á öllum mínum ferðum. Borgin er nákvæmlega jofnhliða ferhyrningur, svo að hver hlið er 500 feta löng. Tvö höfuðstrætin skipta borginni í kross i fjóra hluti og eru 5 fóta breið. Inn í mjóstrætin og trjá- gangana gat ég ekki farið, en leit aðeins yfir þá um leið og ég gekk hjá. Þær götur eru aðeins frá 12 til 18 þumlunga breiðar. í borginni gætu verið 500 000 manna. Húsin eru frá þriggja til 5 hæða há, og búðir og sölutorg full af vörum. ÆSKAN kemur út í 16 000 eintökum og mun láta nærri, að 75 000 manns lesi biaðið. ÆSKAN er heimilisblað, því hún er lesin af allri fjölskyldunni. ÆSKAN er yfir 500 bls. á ári, en þó kostar árgangurinn aðeins 250 kr. Allir áskrifendur ÆSKUNNAR eiga kost á að kaupa bækur útgáfunnar með félagsverði, sem er um 30% lægra en búðarverð. Á þessu ári mun verða um 100 bók- um úr að velja. 449

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.