Æskan - 01.10.1969, Qupperneq 45
ÆSKAN
0 G
FRAMTÍÐIN
Að vera ungur er sígilt fyrirbæri i mannheimi,, kynslóðir koma
og kynslóðir fara, að fæðast, þroskast, blómstra, hrörna og
deyja er hið taktfasta æviskeið lifsins, í hverri mynd sem það
birtist. Þegar ég var barn að aldri, voru þrjár kynslóðir á lífi 1
minni fjölskyldu, og ég var yngstur, nú er taflið snúið við, enn
eru að visu kynslóðirnar þrjár, en ég er orðinn elztur. Svona leik-
ur lífið sér að börnum sinum.
í hartnær ellefu hundruð ár hefur þetta verið að gerast hér á
íslandi, eða allt frá því er landnámsmenn komu hingað og eign-
uðu sér staðfestur. Kynslóðaskiptin hafa ávallt verið með sama
blæ. Starf hverrar kynslóðar hefur verið að viðhalda sjálfri sér
og ala upp og móta aðra nýja. Æskan hefur þar litlu um ráðið
sjálfri sér til handa, til þess skorti hana þroska, menntun og
áræði.
Starfið var hinna eldri, að byggja upp og halda við, draga
björg í bú, sjá um allar hinar venjulegu þarfir, sem þekktar voru
á hverjum tíma og auðna lét mönnum i té, æskan var þar ekki
hlutgeng svo að neinu næmi, hún varð að hirast í horninu og vera
góð og hlýðin, aginn var oft strangur, og til bar það, að hún var
hirt með vendi og beygð til hlýðni og undirgefni með valdi hinna
eldri manna. Svona var þetta fyrr meir á landi hér. En þetta hefur
breytzt á síðari timum. Uppeldi æskunnar er orðið allt annað en
var. Áður átti hún ekki kost neinnar fræðslu né menntgnar sem
neinu næmi og að haldi kom, heimilin sáu um að kenna að
starfa hvaðeina, sem að haldi mætti koma í lífsbaráttunni. Þar
var á hefðbundinn háttur um aldir og ekki breytt neitt um svo
nokkru næmi. Svona bjó hver kynslóð í landinu á umliðnum
öldum.
Nýir straumar í uppeldismálum hafa nú breytt uppeldinu. Það
verður að telja, að með tilkomu fræðslulaganna, sem Heima-
stjórnin frá 1904 kom á, hafi allt uppeldi breytzt til hins betra.
Barnafræðsla var lögfest og skólahús risu upp viðsvegar um
landið, þar sem æskulýðurinn naut aukinnar fræðslu og þekking-
ar við mun betri aðstæður en áður hafði verið.
Enda varð sú raunin á, að framfarir jukust í landinu með auk-
inni menntun og þekkingu, aldamótamennirnir sanna það nú f
dag. Þá má nefna Ungmennafélagshreyfinguna, sem barst til
landsins laust eftir aldamótin. Með tilkomu ungmennafélaganna
fékk æskan í landinu í fyrsta sinn að taka þátt í félagsmálum,
sem voru við hennar hæfi og þrár.
Hugsjónir fæddust, og hugsjónir hafa rætzt, sem ungmenna-
félögin báru fyrir brjósti i öndverðu. Æskan tileinkaði sér i
þessum félagsskap kvæði góðskáldanna islenzku, og það var
sungið af þrótti og hriíningu Ég vil elska mitt land, ég vil auðga
mitt land, ég vil leita að þess þörf, ég vil létta þess störf... ég
vil láta þaS sjá margan hamingjudag. Og skáldin trúðu á æsk-
Norðurlandamót skáta 1969
var haldið í Leyningshólum í Eyjafirði 11.—13. júlí í sumar. Þar
voru samankomnir nálega 300 skátar á ýmsum aldri. Þrátt fyrir
frekar erfitt veðurlag, undu allir sér vel við leiki og störf.
Mótið hófst á föstudagskvöld með þvi, að Helgi magri og
kona hans heimsóttu skátana og fluttu þeim kveðju sína. Þá
notuðu skátarnir timann um kvöldið til að koma sér fyrir og
setja upp tjaldbúðirnar.
Á laugardaginn fóru síðan allir í gönguferðir um nágrennið og
fengust við ýmis verkefni á leiðinni. Allan laugardaginn var rign-
ing af og til, og gerði það a.lla framkvæmd dagskrárinnar sein-
legri og erfiðari en ella. Þannig varð að flýja með „varðeldinn"
undir tjaldþak á laugardagskvöldið, en meðan rigningin buldi á
tjaldinu þá héldu þátttakendur sér .hlýjum með söng og ýmiss
konar skemmtun.
Á sunnudaginn var stytt upp og allir í sólskinsskapi. Þann dag
fór mestur tími í umfangsmikla stigakeppni fyrir einstaklinga og
var áhuginn það mikill, að um 80% þátttakenda luku keppninni
og fengu sína viðurkenningu.
Eitt af tjaldbúðahliSum mótsins.