Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 47
NÁTTÚRA í Náttúru er það náttúrulega Björgvin Gíslason, sem
leikur á gítar, Sigurður Árnason bassaleikari, Rafn Haraldsson
trommuleikari og svo Jónas R. Jónsson, sem spilar á flautu,
þegar hann er ekki að syngja.
ÆVINTÝRI Arnar Sigurbjörnsson er í hljómsveitinni Ævintýri og
spilar á gítar (sóló), bróðir hans Kalla heitir Sigurjón Sighvatsson
og spilar hann á bassa, Sveinn Larsson er trymbill, Birgir Hrafns-
son gítarleikari, og svo er bezt að minnast á hann Björgvin
Halldórsson, sem raular með þeim öll lög.
POPS Hljómsveitina POPS skipa Ólafur Sigurðsson, sem spilar
á trommur, Óttar Hauksson, spilar á gítar, Óttar er nýjasti með-
limur hljómsveitarinnar, bassaleik annast Pétur Kristjánsson, og
að siðustu kemur Sævar Arnarsson, sem spilar á sólógítar.
TRÚBROT Gunni, Kalli Rúnar, Shady, Gunni skipa Trúbrot og
'þau spila á trommur, orgel, bassa, tamborínu, gítar.
ROOF TOPS Allir vita, hverjir skipa hljómsveitina Roof Tops,
en faerri vita, 'að trommuleikarinn Ari Elvar Jónsson og bassa-
'eikarinn Jón Pétur Jónsson eru bræður, Sveinn Guðjónsson
orgelleikari og gitarleikarinn Gunnar eru einnig bræður, svo kem-
ur saxófónleikarinn Guðni Pálsson.
JÚDAS Júdas er llklega lesendum Æskunnar í fersku minni,
en það er bezt að þeir fljóti með. Magnús Kjartansson er orgel-
leikari, Finnbogi bróðir hans spilar á bassa, Vignir Bergmann
Magnússon spilar á gltar og að slðustu er nýi trommuleikarinn,
sem heitir Hrólfur Gunnarsson.
463