Æskan - 01.10.1969, Síða 50
hún leiðinleg. Hún kunni ekki að leika sér. Svo stríddi hún
oft og skemmdi fyrir þeim.
Tóta var niu ára.
En um leið og Tóta hljóp af stað, sá stóra tréð í garðin-
um hana. Þegar stormurinn þaut fram hjá, svo að greinarn-
ar svignuðu, sagði tréð: „Heyrðu, gamli vinur. Blddu and-
artak.“
Stormurinn stanzaði og hlustaði.
„Við þurfum að lækna hana Tótu. Þetta gengur ekki
lengur. Öll börnin I nágrenninu óttast hana.“
Stormurinn þekkti Tótu og svaraði: ,,Ég væri löngu bú-
inn að því, ef ég gæti. Hún á fyrir því.“
Þá svaraði gamla tréð: „Láttu mig fá húfuna, sem hún
er með. Settu hana hérna í hendurnar mínar í vestri. Svo
skaltu sjá, hvað gerist."
Stormurinn þaut af stað og sagði: ,,Úf-úf-úf-úf.“ Skyndi-
lega fauk húían af Tótu. Hún þaut hátt upp í loftið. Tóta
hrópaði: „Æ, æ, húfan, húfan. Nú verð ég að borga húfuna
hans Gunnars."
En þá sá hún, að húfan festist á gamla trénu. Hún and-
aði léttar.
„Iss, þetta er allt í lagi. Ég get alveg náð í hana þarna."
Svo hljóp hún af stað.
Þá hvíslaði tréð að storminum: „Blástu, þegar ég segi.“
Og vindurinn kinkaði kolli.
En þegar Tóta teygði sig I húfuna, blés stormurinn: ,,Úf-
úf-úf." Greinin sveigðist og beygðist. Og Tóta náði ekki
húfunni, hvernig sem hún hoppaði.
,,Æ, ég verð að hvíla mig,“ sagði hún og settist. Þá hætti
stormurinn að blésa. Greinin seig aftur niður.
Nú hentist Tóta á fætur og ætlaði að gripa húfuna. En
stormurinn varð á undan. Greinin sveigðist og beygðist. Og
Tóta náði ekki húfunni, hvernig sem hún hoppaði.
Hún settist aftur. Hún var orðin dauðþreytt. Öðru hverju
leit hún í áttina að húfunni og sá, að hún var á sínum stað.
Allt í einu þaut hún á fætur og greip báðum höndum um
greinina.
En stormurinn var sterkur. Hann blés nú sterkar en fyrr,
svo að greinin sveigðist og beygðist. Og Tóta hékk í grein-
inni eins og þvottur á snúru!
„Æ, æ, æ!“ hrópaði Tóta. Hún var dauðhrædd. „Ég, ég
kemst ekki niður."
Og hvernig sem hún spriklaði og sparkaði, komst Tóta
ekki niður.
„Hjálp, hjálp," kallaði hún og leit i kringum sig. En hún
sá engan.
Og stormurinn hélt áfram að blása um tréð. Greinar þess
voru eins og strengir i fiðlu. Sumar grannar, aðrar gildar.
Og Tótu til mikillar undrunar heyrði hún tréð tala.
„Ég skal hjálpa þér, Tóta mín, ef þú hættir að striða."
,,Ha?“ spurði Tóta og leit í kringum sig. Hún ætlaði
varla að trúa sínum eigin eyrum.
„Ég skal hjálpa þér, Tóta min, ef þú hættir að stríða,"
sagði tréð aftur.
Tóta var alveg að missa takið og horfði hrædd til jarðar.
,,Ég skal steinhætta að strlða krökkunum, ef þeir vilja
kenna mér að leika mér.“
Vindurinn hætti að blása. Greinin réttist aftur. Tóta tók
húfuna og sagði: „Þakka þér fyrir."
En gamla tréð vildi tala við Tótu.
„Seztu hérna andartak og hlustaðu á mig," sagði tréð.
,,Þú þarit að læra að hlusta."
Greinin sveigðist og beygðist, og Tóta náði ekki húfunni.
466