Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1969, Qupperneq 63

Æskan - 01.10.1969, Qupperneq 63
SPURNINGAR OG SVÖR Svar til Steingríms: Sam- kvæmt samningi, sem 12 þjóð- ir undirrituðu árið 1959 er allt svæðið sunnan 60. breiddar- gráðu á suðurhelmingi jarðar, alþjóðaeign. Þar liafa undan- farin ár dvalið um 700 vísinda- menn frá jafn ólikum þjóðum sem Argentínu, Ástralíu, Belg- íu, Chile, Frakklandi, Japan, Nýja Sjálandi, Noregi, Suður- Afríku, Bretlandi, Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum. Allir þessir vísindamenn vinna sam- 'an að al])jóðaheill, en rann- sóknir á Suðurskautslandinu liafa ómetanlega þýðingu til skilningsauka á veðurfræði og fleiri greinum náttúruvisinda. þar að til langdvalar. Landið er hálent, meðalhæð yfir sjáv- armál er röskir 2000 metrar, margir fjallgarðar ná 3000 m hæð og liæstu tindar teygja sig um 5000 metra upp í loftið. Á vetrum eru frosthörkur svo miklar, að óviða ]>ekkist ann- að eins. 50 gráða frost á Cel- sius er algengt og 1000 km frá Suðurpólnum mældu menn lægsta hitastig jarðar. Á sjálfum Suðurpólnum er hæðin tæplega 300 metra yfir sjávarmál og íshcllan á lion- um er litlir 2500 m á þykkt. Vetur eru þarna svo kaldir, að Norðurskautið kemst hvergi í námunda við það. Ofan á frost- Suðurskautið Á Suðurskautinu er saman- kominn um 87% af þeim is, sem á jarðkúlunni er. Suður- skautslandið er ekki girnilegt til húsetu og tæpast munu menn nokkurn tima setjast liörkurnar hætist vindur, sem aldrei lægir algeriega, en get- ur orðið að hreinum fellibyl með vindhraðanum 200 km á klukkustund. Af æðri dýrateg- undum hefur mörgæsin ein fasta húsetu, og einasti gróður, sem menn hafa fundið um há- sumarið, er mosi og skófir. Suðurskautslandið er óhemju viðáttumikið. Það þekur 13 milljónir ferkilómetra, eða jafnmikið flæmi og Evrópa er öll og Norður-Amerika i ofan- álag. Leiðangur Roalds Amund- sens var sá fyrsti, sem náði til Suðurpólsins, það var 14. desember árið 1911. Svar til Halldóru: Mótstöðu- afl naglanna og fjaðurmagn er mjög mismunandi. Vond sápa og naglalakk veldur því stund- um, að neglur trosna og verða stökkar. Allt leiðir þetta til þess, að menn fá meiri eða minni kartneglur á fleiri eða færri fingur. Taugaveiklun hef- ur áhrif á neglurnar og lýsir sér á ýmsan hátt. Kemur jafn- vel fyrir, að neglur detti af taugaveikluðu fólki og aflag- ist á annan hátt. Börn og taugaveiklaðir unglingar taka oft upp á að naga neglur sin- ar. Þegar neglur eru nagaðar. brettast fingurgómarnir upp fyrir naglröndina, og hindrar l>að lengdarvöxt naglarinnar. Algengasta ráðið til að venja i>örn af að naga neglur cr að Ljóða hragðillum efnum á Ueglurnar. Lengdar- eða þver- r4kir i nöglum eru annaðlivort ufleiðing óhönduglegrar nagl- snyrtingar eða þær eru merki NEGLURNAR þess, að hlutaðeigandi liafi orðið fyrir andlegu áfalli eða fengið hitasótt. Þverrákirnar eru lítið eitt hogadregnar, ljós- ar, gljáalausar rákir, sem fyrst sjást efst á nöglinni, en færast fram, er nöglin vex, og hverfa að lokum. Þar eð nöglin vex um 0,1 mm á dag, má af fjar- lægð rákarinnar frá hálfmána naglarinnar rcikna nákvæm- lega út, hve langt er liðið frá sjúkdómnum, sem rákinni olli. Eftir hitasóttir her við, að neglur detti af, en miklu sjald- gæfara er það en þvcrrákirnar. Meðfæddur eða tilfaliandi sjúkdómur eru smágerðarlang- rákir i nöglum. Eru neglurnar þá venjulega miklu þynnri en heilbrigðar neglur, gular eða grágular á lit, gljáalausar og mjög stökkar. Stendur sjúk- dómurinn oft i sambandi við taugakerfið og er samfara taugasjúkdómum. Hvitir dílar í nöglum (ástir) stafa af smá loftbólum í nöglunum og eiga oft rót sína að rekja til áverka, er neglurnar liafa orðið fyrir, til dæmis við naglshyrtingu, sérstaklega við harkalega lag- færingu á annöglinni. Þeir koma fyrst i ljós við naglrót- ina, en færast síðan fram eftir því sem nöglin vex. Sjald- gæfari eru hvítar þveiyákir i nöglum eða alhvítar neglur, sem þykja mikil lýti og eru dulin með því að lita neglurn- ar. Langvarandi blóðleysi veld- ur því stundum, að neglurnar verða flatar og jafnvel ilivolf- ar, í stað þess að vera kúptar, eins og þeim er eðlilegt. Jafn- framt verða neglurnar þunn- ar, stökkar og gljáalausar. Þetta lagast, ef ráðin er bót á blóðlcysinu. 479
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.