Æskan - 01.10.1969, Síða 71
Krossgáta 1
Það hafa svo margir skrifað okkur að
undanförnu og beðið um að teknar yrðu
upp krossgátur ( blaðinu, að hann Grímur
Engilberts linnti ekki látum, fyrr en hann
fékk mig til að taka upp gamalt tómstunda-
gaman síðan ég var 12—17 ára, að semja
krossgátur.
En nú er það ykkar að láta mig vita,
hvernig til hefur tekizt, og vonast ég eftir
að fá margar ráðningar, ráðleggingar og
fillögur til úrbóta. Ennfremur, er krossgát-
an of létt eða of þung?
Utanáskrift krossgátunnar er:
KROSSGÁTAN,
Æskan,
Box 14,
Reykjavík.
LÁRÉTT: 1 sólarbirta, 6 kaupið, 8 skammstöfun, 9 héldu, 13 eigið.
LÓÐRÉTT: 1 allir slagir spilanna, 2 Kaupfélag Árnesinga, 3 islenzkir ungtemplarar, 4
ónefndur, 5 fuglar, 7 rótaS upp, 10 ekki, 11 innifalinn tilkostnaSur, 12 nútiS.
Og þá skulum við snúa okkur að skýr-
ingunum.
Sumir reitir eru svartir og í þá á vitan-
'ega ekki að skrifa. Sé hluti af reit svart-
ur, endar orðið þar og nýtt hefst fyrir neð-
an eða við hliðina. Orðin byrja aðeins I
beim reitum sem eru tölusettir. I næst-
siðasta blaði lærðuð þið að þekkja granna
°g feita (þreiða) sérhljóða. Það er enginn
hiunur gerður á, hvort stafurinn er a eða
á, i eða i, i eða y, ý eða í o. s. frv. Lárétt
Þýðir að lesa eigi orðið frá vinstri til hægri,
en lóðrétt að ofan og niður. Orðin, sem
ykkur eru svo gefin f skýringunum, eiga
að leiða ykkur að þvi rétta, og skal ég
9efa ykkur nokkur dæmi: Hungraður —
svangur. Hennar — stúlkunnar eða kon-
unnar. Flugfélag Islands — FÍ eða lceland-
air. Þátíð — þt.
Vegna þess að við verðum að undirbúa
blaðið með miklum fyrirvara, verður að-
eins hægt að gefa mánaðar skilafrest frá
útkomudegi hvers blaðs, af því að við ætl-
um að veita. verðlaun.
Verðlaunin verða þrenn fyrir hverja
krossgátu, bækur. Þau verða send strax
og skilafresti er lokið og dregið hefur ver-
ið úr réttum ráðningum.
Ráðningin verður svo alltaf birt í næsta
blaði á eftir, en nöfn þeirra sem unnu
tveimur til þremur blöðum seinna.
Svo eitt gott ráð að lokum: Klippið ekki
krossgátuna út úr blaðinu, þá skemmið
þið blaðið ykkar. Teiknið hana heldur upp
og skrifið orðin inn í reitina og sendið okk-
ur. Þá eigið þið heilt blað eftir. Þetta ætt-
uð þið að gera við allar getraunir, af þvi
að ég veit að ykkur þykir vænt um blaðið
ykkar og viljið eiga það heilt, þegar þið
verðið fullorðin.
Svo að lokum til hamingju með afmæli
blaðsins og gangi ykkur vel með ráðning-
arnar. SigurSur H. Þorsteinsson.
seifur og sauðkindin
Eengi hefur sauðkindin mátt
'iða mnrgt vegna annarra dýra.
|’ess vcgna fór hún citt sinn
" fund Seifs til þess að lctta
á eymd sinni. Seifur virtist all-
ur at' vilja gerður til lijálpar
og sagði við kindina: „Eg sé
að visu, nð ég hef skapað þig
of óvarða, ræktarsama sköpun-
arverk mitt. Kjóstu nú, hvern-
ig þú vilt helzt að ég bæti úr
þessu; hvort ég eigi að vopna
munn þinn hvössum vígtönn-
um og fætur þina hvössum
klóm.“
„Æ, nei,“ sagði sauðkindin,
„ég vil ekki eiga neitt sam-
eiginlegt með villidýrunum."
„Eða á ég að eitra munn-
vatn þitt?“ spurði Seifur.
„Æ, eitruðu snákarnir eru
svo hataðir," andmælti sauð-
kindin.
„Jæja, livað gct ég þá gert?
Ég vil gjarnan rækta horn á
enni þér og veita þér afl í
hnakkann.“
„Ekki heldur það, góðsami
faðir, ég gæti þá orðið eins
hrindingagjörn og hrútur."
„Og samt,“ sagði Seifur, „þá
verðurðu sjálf að vera fær um
að ráðast á aðra, ef aðrir eiga
að forðast árásir á þig.“
„Verð ég það!“ stundi sauð-
kindin. „Æ, láttu mig þá, mis-
kunnsami faðir vera eins og
ég er, þvi möguleikinn til árása
er ég hrædd um að geri mig
hneigða til árása. Og þá er
betra að þola ranglæti en
fremja það.“
Seifur blessaði þá hina rækt-
arsömu sauðkind, sem frá
þeirri stundu gleymdi að kæra.
K. G. sneri úr esperanto.
487