Æskan - 01.10.1969, Page 75
liggur þá í dvala. Hún getur verið án mat-
ar í meira en hundrað klukkustundir.
Enskir fuglafræðingar halda því fram,
að fuglinn þari sig í háloftunum. Á því
tímabili fljúga kven- og karlfuglinn oft í
geysimikla hæð.
Á flugi sínu er oft eins og fuglinn sigli
á hafinu, þá flýgur hann eða strýkst við
hafflötinn og nær sér í munnfylli til að
svala þorstanum. Þessir fuglar lifa mest á
mýflugum og sem mýflugnaveiðarar skáka
þeim engir. Á klukkustund getur svalan
innbyrt 800 flugur, sem hún nær á flugi
sínu.
Fuglafræðingar telja, að ungar svölunn-
ar, sem ekki hafa náð kynþroska, geti flog-
230 klukkustundum en missa þá oft allt
að helmingi þyngdar sinnar.
Svalan flýgur langtímum saman við veið-
ar sínar í leit að mýflugum. Hún snýr ekki
til baka fyrr en háls hennar eða kok er
orðið uppþanið á stærð við bolta. Þá flýg-
ur hún aftur til hreiðurs sins til að gefa
ungunum, og oft fær aðeins einn þeirra
megnið af feng hennar.
Fundizt hafa um 70 tegundir af svölum
í heiminum. Allar lifa þær í hitabeltis-
löndunum að undanteknum 3—4 tegund-
um, sem lifa og verpa í norðlægari löndum
um sumartímann.
Merkingar fuglafræðinga sanna, hversu
ótrúlegt flugþol fuglsins er og tryggð hans
Svölurnar eru glæsilegustu flugmeist-
arar loftsins. Enginn fugl flýgur betur en
t>æjarsvalan. Lífi sínu lifir hún að mestu í
•oftinu, þar borðar hún, tínir í hreiðrið og
Þar parar hún sig.
Til þess að forðast óveður getur hún
flogið óraleiðir, jafnvel hundruð kílómetra.
Öðru hverju heldur hún sig í hreiðrinu og
ið allt upp í 2000 metra hæð og verið þar
sveimandi næturlangt. Þeir hafa sézt úr
flugvélum sveima i stórhópum í tunglskin-
inu í þessari miklu hæð.
í óveðrum mega ungarnir oft bíða for-
eldranna. Þá ganga mýflugnaveiðarnar illa.
Ungarnir liggja þá í dvala tímum og jafn-
vel dögum saman. Þeir geta svelt allt að
við sömu varpstöðvarnar. Svala, sem
merkt var hinu vanalega hringmerki um
fótinn í Hasselfoss í Svíþjóð, flaug á
hverju hausti til Suður-Afríku, og á hverju
vori kom hún aftur til varpstöðva sinna
undir sama þakskegginu, þar sem hreiðrið
hennar var. Vegna þessarar merkingar var
hægt að fylgjast með þessum fugli í 17 ár.