Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 16
I
Einstök ríki meSal SÞ taka aS sér aS sjá um búnaS og fyrirkomulag
ákveSinna hluta af byggingu SÞ. Myndin er af fundarsai ÖryggisráSsins,
sem er framlag NorSmanna. Arnstein Arneberg arkitekt teiknaSi salinn.
Þar eru sæti fyrir 520 áheyrendur og aSstaSa fyrir túlka og blaSamenn
og til útvarpssendinga og sjónvarpssendinga frá fundunum.
8amelnuBu þJóBlrnar hafa bjargaS þúsundum bama frá dauSa meS
starfl sinu.
6. Barnið þarfnast ástúðar og skiln-
ings til þess að ná fullum persónuþroska
og jafnvægi. Það á, ef mögulegt er, að
vaxa upp í umönnun og ábyrgð for-
eldra sinna, og undir öllum kringum-
stæðum í andrúmslofti ástúðar, siðferði-
legs og fjárhagslegs öryggis, barn é
ekki að taka frá móður nema við sér-
stakar aðstæður. Þjóðfélaginu og stjórn-
arvöldum ber skylda til að sýna sérstaka
umönnun börnum þeim, sem ekki eiga
fjölskyldu eða skortir fjármuni sér til
framfæris. Rikisgreiðslur og annar
stuðningur við börn í fjölmennum fjöl-
skyldum er æskilegur.
7. Barn á rétt á menntun, sem á að
veitast endurgjaldslaust og vera skylda
a. m. k. á frumstigi. Menntunin á að
þroska almenna menningu barnsins og
gefa því möguleika á að þroska haefi-
leika sína, einstaklingsdómgreind, sið-
ferðisvitund og þjóðfélagskennd til að
verða nýtir þjóðfélagsþegnar.
Hagsmunir barnsins eiga að vera aðal
leiðarljós þeirra, er ábyrgð bera ö
menntun þess og forsjá, og hvilir þessi
ábyrgð fyrst og fremst á foreldrunum.
Barn á að hafa fyllstu möguleika é
leik og hvíld, sem beina ætti á sömu
brautir og menntuninni, þjóðfélagi °g
stjórnendum ber að stuðla að þessu.
8. Barn á undir öllum kringumstæð-
um að vera meðal þeirra fyrstu, sem fé
vernd og hjálp.
9. Vernda ber barn gegn vanhirðu,
harðneskju og hagnýtingu í ábataskyn'
í hvaða mynd sem er.
Barn má ekki setja til vinnu fyrr en
vissum aldri hefur verið náð, það skal
undir engum kringumstæðum leyfa barn'
neina þá vinnu eða starf, sem skaðað
gæti heilsu þess eða menntun, eða haft
truflandi áhrif á likamlegan, andlegan
eða siðferðislegan þroska þess.
10. Vernda ber barn gegn misrétti,
þjóðernislegu, trúarlegu eða á hvaða
sviði sem er.
Ala ber bam upp í anda skilnings og
umburðartyndis, vináttu milli þjóða, frið'
og allsherjar bræðralagi, þar sem fý111'
lega kemur í Ijós, að kraftar og hæfi'
leikar barnsins eiga að helgast þjónustu
við sambræður þess.
14