Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 24
Þið fáið ykkur stífan skrifpappir, svo
sem 15x30 cm langan. ! hann klippið
þið svo tvær langar rifur. Síðan er blað-
ið vafið upp þannig, að úr verður sívaln-
ingur, og er byrjað að vefja upp frá
þeim endanum, sem rifurnar eru. Si-
vainingurinn á að vera þannig, að 12—
13 millimetra breitt gat sé i gegn. Síðan
er hinn endinn límdur fastur og iímið
látið þorna.
Ef þið eigið nú _einhvern fingrafiman
kunningja, sem kemur i heimsókn til
ykkar, þá ættuð þið endilega að sýna
honum töfrabragð. — Biðjið hann að
stinga báðum visifingrum inn í götin
á sivalningnum. Honum mun reynast
erfitt að losa fingurna nema þið hjálpið
honum, og mundi honum ekki þykja
það trúlegt.
Málalið biskups hrakið úr borglnni.
Borgarstjórinn
hugdjarfi
3
'V^F þýzku borginni Köln er standmynd af manni, sem er að berjast við
Ijón. Er myndin sett til minningar um Hermann Gryn, sem var borgar-
stjóri i Köln á 13. öld.
Hann var stórmenni sinnar tíðar, og dirfsku hans og hugrekki var það að
þakka, að borgin hélt frelsi sinu. Hann var kaupmaður, og bærinn auðgaðist
mjög af starfi hans og stéttarbræðra. Köln var f þá daga með ríkustu bæjum
í Norður-Evrópu.
En Engilbert erkibiskup ( Köln var hrekkvis maður og valdasjúkur og hafði
ráðabrugg til að ná völdum ( borginni og sölsa undlr sig fjársjóði hennar.
Hann lét flugumenn sína æsa verkamennina gegn kaupmönnunum og þetta
tókst svo, að innan skamms varskollin á styrjöld ( borginni milli pessara tveggj8
stétta.
Og nú notaði vondi biskupinn tækifærið: hann réð sér málaliða og rak
borgarstjórnina frá völdum, og nú ætlaði hann að reka smiðshöggið á og svaeia
öll auðæfi borgarinnar undir sig.
En biskupinn þekkti ekki Hermann Gryn. Þegar allt var komið á heljar-
þrömina, sneri Gryn sór til verkamannanna og kaupmannanna og fókk þá til
að semja frið sin á milli og snúast einhuga gegn biskupnum og óaldarlýð hans.
Gryn safnaði saman borgurum bæjarins með mikilli leynd, útvegaði þeim
vopn, og siðan var ráðizt á biskupsliðið, þvf á óvart, og það rekið burt úr
borginni.
Biskupinn reyndi tvfvegis að vinna borgina aftur, en borgararnir voru ú
verði og hröktu biskupsliðið á burt jafnharðan. Þeim var farið að skiljast, &8
einhuga var hægt að sigra. Við sfðari atrennuna var biskupinn handtekinn, en
Gryn var svo meinlaus, að hann lót hann lausan aftur, gegn drengskaparhelti
hans um, að hann skyldi aldrei gera neitt illt af sér framar.
22