Æskan - 01.05.1974, Page 26
r
A
miðri 15. öld bjó fátækur vefari, Columbus að
nafni, í hinni fögru hafnarborg Genúa á Norður-
Ítalíu. Árið 1446 fjölgaði í heimili hjá Columbusi, því að
þá fæddist þeim hjónum sonur, sem skírður var Kristófer.
Faðir hans vildi helzt, að sonur sinn yrði einnig vefari,
og 12 ára hóf drengurinn nám í þessari iðngrein, en fljótt
k.om það í Ijós, að honum geðjaðist miðlungi vel að þessu
starfi. Kristófer var fjörugur og hraustur strákur, og er
timar liðu fram, tók honum að dauðleiðast að sitja lang-
tímum saman við vefstólinn, skjóta skyttunni og stíga á
fótakeflin. Hann leit oft út um þann gluggann, sem vissi
niður að höfninni. Stundum brá þar fyrir seglskipi eða bát-
um á leið út eða inn.
Hið bláa Miðjarðarhaf heillaði þennan unga dreng meir
en allt annað. Tímunum saman gat hann staðið niðri á
bryggjunni á kvöldin og á sunnudögum og horft á sjómenn-
ina og skipin, sem ýmist voru að koma eða fara, og margs
þurfti hann að spyrja skipsmennina, sem unnu þarna við