Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1974, Page 27

Æskan - 01.05.1974, Page 27
pl að ferma eða afferma skútur sínar. Oft horfði hann út eftir Genúaflóanum, sem í augum drengsins var svo óendan- 'ega langur. Hann vissi raunar, að þetta haf teygði sig ftam hjá Sardiníu og Sikiley og að það náði alla leið að ströndum Afríku, en hvað tók svo þar við? Hvar mundu Hienn lenda, ef þeir sigldu skútum sínum stöðugt í suður- ^tt? eða þá í vesturátt? Þessar hugrenningar heilluðu Knstófer litla og létu hann jafnvel ekki í friði meðan hann sló vefinn heima í stofunni. Hann reyndi stundum að spyrja e|ztu sjómennina niður við höfnina um hinar ýmsu siglinga- teiðir seglskipanna, en oft svöruðu þeir honum bara út í hött. Þó varð hann margs vísari, og ekki var hætt við að hann gleymdi neinu því, sem honum fannst merkilegt f s°gum sjómannanna. Eitt sinn rakst hann t. d. á sjómann, Sem hafði siglt mikið í norðurhöfum, og eins og vant var rakti Kristófer úr honum garnirnar og spurði og spurði. ..Jú," sagði sjómaðurinn. „Eitt sinn kom ég af tilviljun t'i lands langt í norðri, sem kallað er ísland. Og af því að ög kunni dálítið ( dönsku máli, gat ég talað við íslendinga. t^egar ég ræddi við þá um sjóferðir, sögðu þeir mér, að tyrir löngu síðan hefði maður einn siglt, eða öllu heldur ötakizt fyrir austanvindum iangt til vesturs, og þar hefði t’ar>n komið að landi með miklum gróðri, meira að segja hefði þar vaxið villtur vínviður, og lét hann vel af landinu. ef til vill hefur þetta bara verið þjóðsaga, sem þeir voru segja mér," bætti sjómaðurinn við. Kristófer litli átti þá ósk heitasta að komast á sjóinn og si3la út um hin víðáttumiklu höf, sjá ókunn lönd og kynn- ast framandi þjóðum. Hann var þess fullviss, að hann 'eundi ekki tolla til langframa í vefaraiðninni, og þess vegna Var það, að þegar hann hafði náð fjórtán ára aldri, réðst öann sem skipsdrengur á stórt flutningaskip, sem sigldi ^ langleiðum. Og það kom brátt í Ijós, að Columbus var hið bezta sjómannsefni. Hann var sjóhraustur og óragur var hann við að klifra í hinum mörgu og flóknu kaðalstigum, Sern lágu upp í reiðann. Gufuskipin voru þá ekki enn kom- 'n til sögunnar, og þess vegna voru það aðeins seglin, Sem sáu um ferð og hraða. En þau voru mörg og margs konar og hétu mörg hver hinum furðulegustu nötnum. Skipsdrengurinn Kristófer var fljótur að tileinka sér alla leyndardóma segla, reiða og ráa. Hann varð vinsæll meðal skipshafnarinnar, enda fann hann það sjálfur, að þarna var hann á sinni réttu hillu. Eftir hverja sjóferð kom hann heim stærri og sterkari og ríkari af reynslu, en hann hafði áður verið. Og árin liðu, og sjóndeildarhringur Kristófers óx vlð hverja sjóferð. Hann hafði nú siglt til flestra hafna við Mið- jarðarhafið og hið lengsta hafði hann komizt til eyjarinnar Nýju-Gíneu, sem liggur ! Kyrrahafinu norðan Ástralíu. Um tvítugsaldur var hann orðinn svo frægur sæfari, að hann gat valið um hvaða skipsrúm sem var. Það var um þetta leyti, sem hann hitti konuefni sitt, en það var ung stúlka f Portúgal, dóttir frægs skipstjóra. Þau giftu sig og eignuðust síðar tvo syni, Diego og Fernando. Tengdaföður Kristófers var umhugað um, að hann fengí skipstjóraréttindi og lagði sig í líma við að kenna honum á hin ýmsu sjókort og leiðabækur. Það leið því ekki á löngu, unz Kristófer var orðinn fullgildur skipstjóri og gat siglt skipi sínu eftir eigin geðþótta hvert um heimshöfin sem honum sýndist. Eins og áður er sagt, hafði Columbus siglt víða um heimshöfin áður en hann staðfesti ráð sitt og gekk að eiga skipstjóradótturina í Portúgal. Útþráin var honum í brjóst borin, og hvarvetna, sem hann kom, spurði hann og spurði hina gömlu sjómenn um ferðir þeirra. Og alltaf fannst hon- um eitthvað vanta í þessar sögur, eitthvert land- eða haf- svæði, sem lægi annaðhvort lengra í austur eða þá lengra í vestur en það, sem menn höfðu fram að þessu siglt um. Sagnir herma, að Kristófer hafi á þessum fyrstu ferðum sínum jafnvel komizt alla leið norður til íslands, og gæti saga þessi frá Snæfellsnesi bent til þess. 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.