Æskan - 01.05.1974, Page 38
Massa
og
björninn
Rússneskt ævintýri,
endursagt af M. BULATOV.
Þýtt úr ensku.
linu sinni var gamall maður og gömul kona. Þau
áttu sér barnabarn, sem hét Massa.
Dag nokkurn ákváðu nokkrir vinir Mössu ferð út I skóg
til að tina ber og sveppi. Þeir komu við hjá henni og
spurðu, hvort hún vildi ekki fara með þeim.
„Afi — arnrna," sagði Massa, „leyfið mér að fara með
þeim f skóginn."
„Þú mátt fara,“ svöruðu þau, „en mundu að halda þiS
með hinum og að missa ekki sjónar af þeim, því þá er
hætt við, að þú villist."
Massa og vinir hennar héldu nú til skógarins og byrjuðu
léit sína að berjum og sveppum.
Massa hélt nú frá tré til trés og runna til runna, og áður
en hún vissi af, var hún orðin viðskila við vini sína. Massa
litla hljóp nú fram og aftur, hóaði og kallaði á þá, en vin-
irnir heyrðu ekki til hennar og svöruðu því ekki.
36