Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 40
Massa kyrjaði þá úr öskjunni:
Björninn varð yfir sig undrandi. „Hvað hún Massa er
framúrskarandi stúlka," sagði hann, „þarna situr hún hátt
uppi í tré, svona langt í burtu, en samt sór hún allt, sem
óg geri, og heyrir allt, sem óg segi.“
Hann brölti aftur af stað og gekk nú ennþá hraðar en
áður.
Hann kom nú inn í þorpið, þar sem afi og amma Mössu
bjuggu, og byrjaði að hamra á garðshliðið af öllum mætti:
— Bang — bang — bang!
„Opnið hliðið! Ég er með dálítið'góðgæti til ykkar frá
henni Mössu,“ kallaði hann.
Hundarnir í þorpinu urðu strax varir við björninn. Þeir
stukku allir að honum geltandi og urrandi og reyndu að
glefsa í hann.
Björninn varð hræddur, setti öskjuna frá sér við hliðið
og hljóp til skógar, án þess að líta einu sinni um öxl.
Gamli maðurinn og gamla konan fóru út að garðshliðinu
og sáu þá öskjuna. ( •
„Hvað skyldi vera í öskjunni?" sagði gamla konan.
Gamli maðurinn lyfti lokinu — og horfði án þess að trúa
sínum eigin augum, því að í öskjunni var stúlkan þeirra,
— hún Massa — og heil á húfi.
Gamli maðurinn og gamla konan urðu yfir sig glöð. Þau
föðmuðu Mössu og kysstu og sögðu, að hún væri skynsöm
og framúrskarandi ráðagóð stúlka. Og lesendurnir munu
áreiðanlega allir vera á sama máli.
„Ég sé um allt, — ég sé til þfn,
þú sezt hér hvergi niður,
og bragðar ekki brauðin min;
það bannað er, — þvi miður.
Og orð þín haltu. — Engin svik!
Til afa og ömmu. — Ekkert hik!"
Undir klakans kalda hjúpi
kyrrlát sofa jarðar strá.
Aftur lifna af dáins-djúpi
dufti moldar risa frá.
Þegar ylur vors og vinda
og varmi sólar klaka hrinda.
Lœkir allir aukast magni,
elfur vaxa, snjórinn fer.
Undrist ei þótt fossinn fagni,
frjáls hann getur leikið sér.
Eftir klakans köldu böndin
kátur flceðir yfir löndin.
Vorið
kemur
Loftið hlýnar, lóan syngur,
lífið brosir sólu mót.
Fagur blánar fjallahringur,
frœin mynda sína rót.
Létt þá hoppa urji Ijósan haga
lömbin smá og þúfu naga.
Vorið kemur, göfgar, grceðir,
gefur öllu nýjan þrótt.
Vorsins ylur isinn brceðir,
aftur verður bjart af nótt.
Velkominn, þú vorsins andi,
vak þú yfir minu landi.
Anna G. Bjarnadóttir.