Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1974, Side 48

Æskan - 01.05.1974, Side 48
Þau notuðu vel hlna fáu sólardaga, sem komu fsumar. ekkl, hvers vegna hestarnir breyttust svona og voru bœ5i undrandi og hrædd. Þess vegna stukku þau á bak og þeystu af staS. Hestarnir voru skjótir (ferðum og þutu yfir fjöllin eins og þau væru sléttur einar. Þeir stukku yfir Viyldýpin eins og lækjarsprænur, og hjónin ungu hleyptu af stað daga sem nætur. Þau vissu ekki, hve langan veg þau höfðu ferðast. Þegar þau litu um öxl, var stóra fjallið horfið bak við sjón- deildarhringinn. Sama kvöld komu Shih Tun og Jaða-blóm að litlu þorpi. Fremst voru þrir kofar, og í öllum þeirra logaði Ijós. Þau fóru af baki og börðu að dyrum á fyrsta kofanum, en gamla konan, sem kom til dyra, virti þau fyrir sér og sagði: „Þið eigið ekki heima hér. Því eruð þið að berja hér að dyrum?“ „Við erum ferðalangar," sagði Jaða-blóm. „Nú er svo dimmt, að við getum hvergi fundið náttstað. Megum við sofa hér f nótt?“ Gamla konan varð yfir sig hrifin. „Hvort þið megiðl" sagði hún. „Hórna býr enginn nema ég. Ég sef í austur- herberginu, og þið fáið vesturherbergið." Þau glöddust mikið yfir þv(, að gamla konan tók bón þeirra svona vel, og fóru inn í kofann. Gamla konan sauð hrísgrjón og eldaði súpu. Hún var bæði gætin og góðhjörtuð konan, og Shih Tun og Jaða-blóm litu á hana sem móður s(na. Þau sögðu henni allt af létta— að þau hefðu hlaupizt á brott að heiman og frá öllu því, sem fyrir þau kom á leiðinni, auk sögunnar um lindina rauðu. En gamla konan táraðist, er hún heyrði söguna um lindina. „Börn,“ sagði hún hrygg og hágrátandi. „Þið verðið aðskilin áður en langt um l(ður.“ Þau ætluðu að fara að biðja hana um útskýringu á þess- um orðum hennar, þegar hún sagði: „Rauða lindin ykkar sprettur upp frá rauða fjallinu, börn. Efst á því fjaili vex tré, og úr rótum þess vætiar vökvinn, sem fyllir rauðu lindina. Árlega verða lauf trésins rauð, og hvert iaufblað er rauðeygður púki, sem sér í gegnum holt og hæðir og helli sinn. Ef augu einhvers púkans falla á stúlku, sem kemst upp á fjallsbrúnina og drekkur vatn hans, má hann eiga hana. Hann tekur hana á stundinni og gerir hana að eiginkonu sinni. Þegar veturinn og snjórinn koma aftur, verða árinn og kona hans að trjám." Hún leit á Jaða-blóm. „Ég óttast, að þú sleppir ekki, barnið mitt.“ Svo hágrét hún aftur. Jaða-blóm varð skelfingu lostin, áhyggjufull og hrædd, en hún reyndi samt að hugga gömlu konuna, sem hafði svo miklar áhyggjur þeirra vegna. „Það nær enginn púki ( mig, móðir góð,“ sagði hún. „Það getur enginn ári aðskilið okkur,“ sagði Shih Tun Kka huggandi. „Það skiptir engu máli, hve slæmur hann er.“ Gamla konan þerraði á sér augun. „Þið eruð góð börn," sagði hún. „Hér hef ég verið einmana frá því að maðurinn minn dó. Nú vil ég, að þið eigið heima hérna hjá mér, og þá getum við verið hér sem ein fjölskylda." Shih Tun og Jaða-blóm bjuggu hjá gömlu konunni, og nú þurfti hún ekki lengur að hafa áhyggjur af erjun jarðar- innar eða viðgerðum fatanna. Shih Tun leyfði ekki, að hún legði of hart að sér, og Jaða-blóm eldaði góðan mat handa henni. Tíminn leið hratt. Hveitiuppskeran komst í hús. Lauf trjánna litkaðist af roða. Gamla konan gat hvorki sofið né borðað. Hún taldi dagana á fingrum sér og vonaði, að haustið liði sem fyrst. Hún vonaði, að sólarhringarnir liðu hratt. 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.