Æskan - 01.05.1974, Side 51
Shih Tun var kominn hálfa ieið upp fjallið, þegar hann leit
umhverfls sig og sá, að jafnvel steinarnir og laufin f grasinu
voru rauð. Hann fann hellinn og sá, að thngangur hans var
skreyttur marglitum steinum. Shih Tun hélt aftur af hesti
slnum: „Kannski rauðeygði púkinn búi hér,“ hvíslaði hann
°9 fór af baki. Hann hélt inn i hellinn og nam undrandi
staðar. Hann sá þrjár stúlkur, sem allar voru nákvæmlega
eins og Jaða-blóm, og andvarpaði þungan. „Ég hef leitað
Þín, ó, Jaða-blóm,“ sagði hann. „Komdu til mín eða talaðu
við mig.“
Jaða-blóm heyrði ailt, sem hann sagði, eins og úr fjar-
'®gð. Hana langaði til að segja honum allt af létta, en
tunga hennar var eins og úr steini. Fætur hennar hreyfðust
®kki úr stað. Svo er sagt, að það sé erfitt að kveðjast, en
Þó þjáðist hún meira nú, en ef hún hefði verið að kveðja.
Tárastraumar runnu niður kinnar hennar.
Vandinn var leystur. Aðeins Jaða-blóm gat grátið mann-
*nn sinn, og Shih Tun tók upp styttu, sem virtist úr steini
°9 var álika þung. Hann gat ekki sett hana á bak hestinum
°g sagði því við hann: „Þú ratar, hestur, visaðu okkur
heim.“
Shih Tun hélt á Jaða-blómi og bar hana yfir ófærðina.
Hann vildi fremur láta þyrnana stinga sig en hana. Loksins
komst hann inn i trjálund. Hann var rifinn og tættur og hand-
teggirnir næstum máttvana af þreytu, en samt lagði hann
hana ekki frá sér.
Jaða-blóm grét ekki lengur. „Shih Tun," sagði hún með
LESTRARBRETTI
Ef einhver er lasinn á heimilinu en ekki mikið
veikur, en verður samt að vera í rúminu í nokkna
daga, þá er gott að hafa svona lestrarbretti við
höndina til að þurfa ekki að þreyta sig á að halda
á þungum bókum.
Þið getið sjálf búið þetta bretti til úr lángri
pappaörk eins og þið sjáið hér á myndinni. Lokið
á kassanum er notað fyrir undirlag í brettið. Kass-
inn er síðan notaður fyrir upphækkun fyrir bæk-
urnar; þú sérð á myndinni punktalínu, þú klipplr
eða skerð í hliðar beggja megin við punktalínu
og beygir.
sjálfri sér, „leggðu mig niður. Ferðin er löng. Þú getur ekkl
borið mig alla leiðina heim.“
Jaða-blóm átti mjög bágt, þvl að hún gat ekki Jalað, en
Shih Tun renndi grun I, hvað væri í huga hennar, og hann
sagði hátt: „Þótt þú værir steinstytta, myndi ég aldrei
skilja þig hér eftir.“
Shih Tun hélt áfram að bera steingerða Jaða-blóm.
Skyndilega féllu lauf að fótum hans. Ftauðeygði púkinn kom
á vettvang, en Shih Tun greip dauðahaldi um Jaða-blóm
með annarri hendinni og um rýtinginn með hinni, þegar
árinn rétti fram höndina. „Ungi maður," sagði hann.
„Hjarta mitt var harðara en steinninn. Ég hef aldrei verið
yfirunninn, en nú er ég sigraður. Ég mun ekki skilja að
konu og mann eftir þetta."
Um leið og hann ságði þetta, féllu tár af hvörmum hans.
Ftauðeygði púkinn breyttist i hávaxið tré, og silfurdropar
drupu af laufum þess. Um leið og Shih Tun gekk undir
trjákrónuna með Jaða-blóm f faðminum, féllu kristalls-
dropar trjánna á hana, og hún fékk málið aftur.
Hesturinn bar Shih Tun og Jaða-blóm á bakinu til þorps-
ins, sem gamla, góða konan bjó f, og þau lifðu saman f
friði og eindrægni alla ævi.
Fólk sá lindina rauðu aftur á stóra fjallinu, og sumar
konur dreyptu á vatni hennar. En rauðeygði púkinn birtist
ekki, þegar lauf trjánna lituðust af haustinu, og engin
stúlka hvarf eftir þetta.
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR þýddl.
49