Æskan - 01.05.1974, Síða 56
F—
kveinstafi sína með tárin i augunum.
Göldrótta skatan anzaði ekki.
Þegar fiskarnir voru búnir að gráta
lengi, rak hún út úr sér tunguna og
sagði: „Marga vitleysuna hef óg heyrt.
Vilja fiskarnir fara að spóka sig á þurru
landi? En þið megið það fyrir mér.
Komið þið bara nær mér.“
Skatan settist á halann og reis upp
að framan. Hún hvæsti og yggldi sig
framan í fiskana góða stund. Það var
galdurinn.
„Svona, nú er það búið," sagði hún.
„Þegar sólin kemur upp í fyrramálið,
fáið þið fætur og getið andað að ykkur
lofti með tálknunum. Þá skuluð þið
ganga á land, en þið megið ekki vera
of lengi, því að þá verðið þið að ganga
á tveimur fótum alla ykkar ævi. Og það
viljið þið líklega ekki.“
Fiskarnir hneigðu sig djúpt og þökk-
uðu fyrir sig. Um morguninn, þegar sól-
in rann upp, géngu þeir á land. Þeir
voru búnir að fá fætur.
IKrossfiskurinn í flæðarmálinu skelli-
hló, þegar hann sá göngulagið.
Fiskarnir héldu áfram, þar til þeir
voru komnir heim til Garðars. Hann
vaknaði, þegar hurðin opnaðist, og sett-
ist upp I rúminu. Hann hafði aldrei séð
annað eins. Það komu fiskar gangandi
inn á gólfið í áttina til hans.
„Slepptu henni Ýsu undir eins,“ sagði
lúðan, „annars bitum við þig.“
Garðar breiddi upp fyrir höfuð og
var dauðhræddur.
„Það er bezt að fara gætilega að öllu
og koma kurteislega fram," sagði síldin.
En lúðan fór að gráta og sagði:
„Elsku góði landfiskur, slepptu henni
Ýsu og slepptu henni strax, því að við
megum ekki tefja lengi. Henni Ýsu litlu
leiðist svo ' hérna. Sérðu ekki, hvað
hún er orðin föl og mögur?"
Garðar leit á litla fiskinn í skálinni og
sá, að honum leið ekki vel. „Ég verð að
klæða mig fyrst,“ sagði hann.
„Viltu lofa því að sleppa henni?“
sagði lúðan
„Já, ég lofa því,“ sagði Garðar.
„Nú förum við, vinir mínir,“ sagði
lúðan í lægri tón. „Ég kann bezt við
mig heima.“
-----Garðar klæddi sig og flýtti sér
mikið, því að hann var hræddur um,
að litli fiskurinn væri að deyja úr leið-
indum. Hann tók skálina og læddist
niður stigann.
Þegar hann kom niður I fjöruna, sá
hann lúðuna og fylgifiska hennar steypa
Kirkjurækni
Fólkið f Hákoti var að klæða sig í
sparifötin. Allir, sem vettlingi gátu vald-
ið, ætluðu að fara til kirkjunnar, því að
það var sunnudagur, og blessað veðrið
var svo gott.
Ég varð nú allt í einu svo ósköp
kirkjurækinn. Ég mátti ekki hugsa til
þess að vera svo óguðlegur að fara
aldrei til kirkju. Ég hljóp fram í búr-
dyrnar og sá, hvar mamma mín var
að drekka úr kaffibollanum sínum inni
í búrinu.
„Ég vil fara til kirkjunnar,“ sagði ég
með ólundarsvip.
„Ekki núna, góði minn, þú ert svo
ungur,“ svaraði mamma mín.
„Ég, sem er bráðum sjö ára.“
„Það er sama, þú ert svo Iftill."
„Ég, sem er svo stór’.“ Ég tyllti mér á
tær og seildist eins langt og ég gat
upp á dyratréð.
„Ekki fer hann Stebbi litli til kirkjunn-
ar,“ sagði mamma mín.
„Það er nú annað mál,“ svaraði ég,
„hann, sem er ekki nema á þriðja ár-
inu.“
Mamma mín sagði, að ég mætti nú
ekki vera svona óþekkur. Hún sagði, að
ég léti víst svona af því, að mig langaði
svo mikið til að koma á bak honum
Skjóna.
Ég varð nú svo reiður, að ég gat ekki
sér á höfuðið fram af bryggjunni. Hann
fleygði Ýsu litlu f sjóinn. Hún varð
frelsinu fegin og greip sundtökin. Hinir
fiskarnir fögnuðu henni. Nú höfðu þeir
losað sig við lappirnar og voru eins og
aðrir fiskar. Garðar lá á maganum á
bryggjunni og horfði á þá. Seinast sofn-
aði hann.
Lúðan sá það og hélt, að hann mundi
velta í sjóinn, svo að hún kallaði til
hans: „En að þú skulir þora að sofna
þarna, landfiskur! Þú, sem ekki kannt
að synda, veslingurinn þinn. Það er
bezt, að ég kenni þér að synda, þvf að
það getur vel verið, að þú dettir ein-
hvern tíma í sjóinn.“
Garðar óð út í sjóinn, og lúðan kenndi
talað undir rós. Ég sagði mömmu minni
hreinskilnislega, að ég ætlaði að sálga
mér undir eins. Mér fannst ég ekki
geta lifað lengur, fyrst ég fékk ekki að
fara til kirkjunnar. Ég sá, að það var
ekki til neins fyrir mig að steypa mér
á höfuðið ofan í skyrtunnuna eða mjólk-
urtrogið, því að kerlingin hún mamma
mín hefði svo sem verið vís til þess
að bjarga mér! — En að þjóta út f
sjóinn eða lækinn? Já, það var nú dá-
lítið meira vit í því.
Ég hleyp því fram göngin og út á
hlaðið, en nú heyri ég fótatak fyrir aft-
an mig. Blessunin hún mamma mín var
farin að elta mig, þó að henni væri
þungt um sporið. Nú, það var ekki að
sökum að spyrja. Hún náði í mig og lót
mig í fangelsi. Það var svo þröngt um
mig í fangelsinu, að ég gat hvorki
hreyft legg né lið. Ég ætlaði nú að
segja þér það, svona f trúnaði, lesari
góður, að fangelsið var ekkert annað
en faðmurinn hennar mömmu minnar.
En þegar við Stebbi litli vorum að
leika okkur að fallegu blómunum úti
á túninu um hádegisbilið, þá langaði
mig til að lifa ögn lengur, þrátt fyrir
allt og allt.
Sigurbjörn Sveinsson.
honum sundtökin „Þér gengur vel. Þú
ert eins vel syndur og ég, og miklu
fljótari á fæti,“ sagði lúðan.
Kristín kom niður að sjónum og ætl-
aði að reka Garðar heim með harðri
hendi. En þá sá hún bara á kollinn á
honum upp úr sjónum. Hún skildi ekk-
ert í því, hvernig hann hafði lært svona
fljótt að synda, og hún hafði ekki séð
nokkurn mann synda svona vel. Hún
vissi ekki, að fiskarnir höfðu kennt
Garðari að synda.
Mamma hans varð ákaflega glöð. Nú
þurfti hún ekki að vera hrædd um
drenginn sinn framar, þó að hann væri
niður við sjó.
54