Æskan - 01.05.1974, Side 108
YYngstl maSur, sem hlotiS
hefur Nóbelsverðlaun, var Sir
William Lawrence Bragg (f- *
Adelaide í Suður-Ástralíu 1890)-
Hann hlaut hálf eðlisfræðiverS-
laun Nóbels árið 1915 móti föð*
ur sínum, Sir William Henry
Bragg (1862—1942).
▼ Yngsti maður, sem hlotið
hefur bókmenntaverðlaun Nób-
els, var Rudyard Kipling (1862
—1936). Hann hlaut verðlaunin
41 árs að aldri árið 1907.
Y Yngsti maður, sem hlotiS
hefur friðarverðlaun Nóbels, var
bandaríski presturinn dr. Martin
Luther King. Það gerðist árið
1964. Dr. King var síðar myrtufi
svo sem kunnugt er. Þannig
launar heimurinn stundum afrek
afburðamanna sinna
Y Amazónfljótið er vatns-
mesta fljót heims. Það eykuf
vatnsmagn Atlantshafsins bS
meðaltali um 210.000 rúmmetra
á sekúndu.
Y Stærsta alfræðibók, sem
samin hefur verið, var tekin
saman af 2000 lærðum Kínverj-
um á árunum 1403—1408. Hún
var 11.095 handritabindi. Af
þeim eru 370 enn varðveitt.
1. Það er að byrja að rigna!
2. Megum við koma inn með krakka
og leika okkur?
3. Aahh — ó-ó!
4. Ekki er að furða, þótt tekið sé
um eyrun.
enedikt hét maður. Hann bjó á Brekkuvelli á
Barðaströnd og var sonur Þórðar gamla Jónsson-
ar í Haga. Kona Benedikts hét Kristjana og var Þórðar-
dóttlr..
Eitt sinn um haust var Benedikt að koma innan frá Haga
og hafði verið að finna foreldra sína. Hann reið góðum
hesti. Þegar hann kom út undir svokallaða Gálgasteina,
sem eru rétt fyrir utan Minni-Hlíð, sér hann eitthvað liggja
I flæðarmálinu, líkt og það væri selur. Þegar Benedikt
kemur að dýrinu, rís það upp og leggur framlöpp sína á
bóg hestinum; tekur hann þá viðbragð mikið, en kló dýrs-
ins festist í buxnavasa Benedikts, og rifnar buxnaskálmin
niður úr. Dýr þetta eltir svo Benedikt heim undir bæ á
Brekkuvelli; braut hann keyri sitt á dýrinu, og auk ÞeSS
barði hesturinn dýrið frá sér. Dýrið spjó ólyfjan yfir Bene-
dikt og hestinn, og svo var það spretthart, að allt af var
það á svig við hestinn, þótt Benedikt riði allt hvað af tóK
og hesturinn þyti yfir fen og flóa af hræðslu við dýrið.
Benedikt lýsti dýrinu svo, að það hefði ferfætt verið oð
nokkru lægra að framan en aftan. Þegar höggin dundu
á því, hefði það verið líkast því sem barið væri í skráp-
Benedikt var máttfarinn mjög, þegar heim kom. Lá hann
veikur lengi um veturinn og hreistraði allur líkaminn. Á
þriðja degi eftir þetta fannst hesturinn, og var hann Þs
allur í útbrotum, svo að eigi var annars kostur en IÓ9a
honum. Héldu menn, að kvikindi þetta myndi úr sæ verið
hafa. Saga þessi er eftir Benedikt sjálfan.
(Vestfirzkar þjóðsögur, I. 1909).
- SÆDÝR -
106