Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1984, Side 100

Æskan - 01.11.1984, Side 100
Þegar Ólafur varð sex ára gaf faðir hans honum lítinn svartan hund. Hundurinn var ungur og skemmtilegur, og Ólafur varð mjög glaður við þessa gjöf. Ólafur mælti: „Ég læt hann heita Svart. Má ég það ekki mamma?" Hún svaraði: „Þú átt hundinn og hefur leyfi til þess að láta hann bera hvert það nafn er þú vilt.“ Og seppi var nefndur Svartur. Það var margt sem kenna þurfti seppa. Ólafi var falið að gæta þess að hann óhreinkaði ekki gólfið og héldi sig sem mest úti í húsagarðin- um. Svartur var vaninn á að éta af vissum diski í ákveðnu horni. Hann mátti ekki draga kjötbein eftir gólf- ábreiðunni, því að við það myndu fitublettir koma í hana. Seppi fékk líka skál er hann lapti úr vatn og mjólk. Faðir Ólafs harð- bannaði það, að hundurinn fengi leyfi til þess að eta úr eða af matar- ílátum manna. Svartur var greindur, og því engum vand- kvæðum bundið að kenna honum. En þó var það erfiðleikum bundið að fá hann til þess að liggja í körfu sinni. Honum hætti til að stökkva upp í legubekkinn og stólana. Hann notaði hvert tækifæri, er gafst, til þess að skemmta sér á þennan hátt. Húsfreyjunni var hin mesta raun að þessu. Stólarnir og legubekkur- inn slitnuðu á þessu háttalagi, og það var ekki geðslegt að sjá þessi dýru húsgögn löðrandi í hundshári. En hundurinn fór sínu fram. Faðir Ólafs mælti: „Ef Svartur vill ekki gegna með góðu neyðumst við til að berja hann.“ Og hann var barinn þrátt fyrir mótmæli Ólafs. En það var óþol- andi að hundurinn rifi áklæði stól- anna með beittum klónum. Og ekki bætti það úr skák, að seppi sóttist næst eftir því að komast í stóra hægindastólinn húsbóndans. Faðir Ólafs sat á stól þessum er hann kom heim á kvöldin að afloknu dagsverki. Þótti honum vænt um stólinn, og vildi ekki láta skemma hann. Einn góðan veðurdag sá Ólafur að hringleikahússleikendur voru komnir til bæjarins. Hann flýtti sér heim, og bað mömmu sína um leyfi til þess að fara á skemmtunina. Móðir hans sagði: „Ég vildi gjarn- an leyfa þér að fara. En pabbi þinn þarf að nota svo mikla peninga um þessar mundir. Okkur vantar eldi- við, vetrarklæðnaði o.fl. Nei, vinur minn. Við verðum að spara, svo ég get því miður ekki látið þig fá pen- inga fyrir aðgöngumiða að þessu sinni.“ Ólafi þótti þetta leiðinlegt, en ákvað að sætta sig við þessi úrslit. Hann mátti fara með foreldrum sín- um í heimsókn til Birgis frænda þetta kvöld. Og var það bót í máli. Þegar þau voru að ferðbúast sagði móðir Ólafs: „Lokaðu Svart inni í borðstofunni, en gættu þess að dyrnar séu lokaðar milli hennar og setustofunnar, svo hundurinn kom- ist ekki upp á stólana." Ólafur gerði þetta. En hann gleymdi því að loka hurðinni á milli stofanna. Það var svo mikill ferðahugur í honum. Svo var farið til Birgis frænda og tafið all-lengi. Þegar heim kom, og faðir Ólafs fór inn í seturstofuna sá hann þegar spellvirki þau er Svartur hafði fram- ið. Hann mælti við hundinn: „Þú ert þokkalegur, eða hitt þó heldur. Hef- urðu rifið og tætt allt áklæði hæg- indastólsins?" Þetta hafði Svartur aðhafst. Tróðið úr stólunum lá á gólfinu hingað og þangað. Svartur vissi að hann hafði gert óskunda. Hann fór út í horn og var sneypulegur. Móðir Ólafs mælti, er hún kom og sá verksummerkin: „Hann hefur eyðilagt stólinn. Hvenær ætli við fáum peninga til þess að láta gera við hann? Ólafi féll þetta mjög illa. Hann átti sök á því hve illa stóllinn var leikinn. Hann hafði gleymt að loka dyrun- um á milli stofanna. Faðir Ólafs gekk þegjandi að stólnum. Skyndilega mælti hann: „Þetta er merkilegt. Hér liggur veskið mitt sem ég áleit að vasa- þjófur hefði stolið í sumar. í veskinu voru á sjötta hundrað krónur. Ég hef týnt því hér í stólnum. Það hefur runnið niður milli baksins og set- unnar á honum. Þetta var mikil heppni!" Svartur fékk enga refsingu, og Ólafur losnaði við skammir þær, er hann átti í vændum. Hér var um mikla fjárupphæð að ræða. Nú var hægt að kaupa föt handa foreldrum Ólafs og honum sjálfum. Ennfrem- ur láta gera við stóiinn. Svo gat hann fengið peninga til þess að fara á skemmtunina. En frá þessum degi gleymdi Ólafur því aldrei, að gæta þess að Svartur færi ekki inn í setustofuna. Og það tókst að venja hundinn á að vera í borðstofunni þegar hann var inni í húsinu. Svo fór að lokum, að Svartur hætti að stökkva upp á stóla. Hann skildi það, að stólar eru ætlaðir mönnum, en ekki hundum, og hegðaði sér samkvæmt því. 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.