Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 50

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 50
KDROTTNING blomanna* wt3ew&msssssxmm»xxMXMMMmMM Sumariö var komið. Þaö var árla morguns. Og í gamla hallargaröin- um voru blómin aö springa út hvert af öðru. Og morgunstundina þessa voru þau einlægt aö hvíslast á. „Á morgun kemur blómálfa- drottningin," sagöi eitt þeirra. Og brátt var hvíslað um allan garöinn: „Á morgun kemur hún. Þá fögnum viö henni meö því að opna krónurnar okkar. Og þegar blærinn leikur um okkur, hneigjum viö okkur öll fyrir drottningunni." „En ef þaö yrði nú rigning?" hvíslaöi eitt blómiö. Og öll blómin uröu áhyggjufull og hvísluðust á um þaö, hvaö þaö væri leiðinlegt, ef það yröi rigning, þegar blómálfadrottningin kæmi. Kannski kæmi hún þá alls ekki. En þau komust aö þeirri niðurstöðu, aö rétt væri að vera bjartsýn og vongóð. Drottningin, sem blómin áttu von á, kom alltaf á hverju sumri, þegar allt var að komast í blóma. Og þá valdi hún fegursta blómiö fyrir „drottningu blómanna" það árið. Og nú höföu býflugurnar fært blóm- unum þann boðskap, aö von væri á drottningunni á morgun! Á morgun var dagurinn mikli, sem öll blómin höföu þráð, frá því er fór aö grænka og þau fóru aö teygja sig upp móti himninum og sólunni. Túlipurnar stóðu háar og hnakkakerrtar og sigurvissar. Stjúpmæöurnar breiddu út flosmjúku blöðin sín. Og fjólurnar gleymdu allri feimni og voru aö skima í allar áttir. Þær vildu fylgjast meö öllu, sem gerðist. Öll ætluöu þau aö skína í allri sinni dýrö morg- uninn eftir. En í lágum runna í horni garös- ins, þar sem lítið bar á, óx Ijómandi falleg rós, nærri niður við jöröina. Hún nefndist „jólarósin" og var næstum mjallhvít á lit. Það vottaði aöeins fyrir gula litnum, en það gerði hana ennþá prýðilegri. „Hún tekur víst ekki eftir mér,“ sagði hún. „Ég er svo lítil og ómerkileg." Og jólarósin hneigöi höfuð og var ósköp hrygg. En svo var eftirvæntingin mikil meðal blómanna í garðinum, aö ekkert þeirra haföi tekið eftir því, að lengst í vestri haföi þykknaö í lofti. Og þeim öllum aö óvörum hvarf sólin allt í einu og þaö skall á helli- rigning og fylgdu þrumur og eld- ingar. Blómin flýttu sér að loka krónun- um sínum. Og þar sem ekki voru neinar líkur til að hætti aö rigna, varö það aö ráöi aö blómin tóku sig saman um aö fara að sofa, í þeirri sælu von, aö er morgnaði væri komin sól og blíða. Seint þá um kvöldiö, þegar tungl- iö var komið upp, og rigningin var aö mestu um garö gengin, flaug dálítil eldfluga inn í garöinn, og á eftir henni dálítill brúnn blómálfur. „Hvílíkt feröalag, hvílíkt ferða- lag,“ sagði blómálfurinn. „Eldfluga góö, ég er gegnblautur og þreyttur." „Við sjáum nú til,“ sagöi eld- flugan og um leið lýsti af henni, - „kannski ég geti fundið hvíldarstað handa þér.“ Og nú flaug eldflugan frá einu blóminu til annars. Hún baröi aö dyrum hjá túlipunum og öllum hin- um blómunum. En þau sváfu nærri öll svo fast, að eldflugan gat ekki vakið þau. En hin voru önug og sögöu, aö það væri skrítið, að þau gætu ekki fengið aö sofa í friöi á annarri eins nóttu og þessari. „Þetta gengur illa,“ sagði eld- flugan, „og nú er aðeins eitt óreynt. Ég ætla aö berja aö dyrum hjá litlu, hvítu rósinni, á runnanum þarna úti í garðshorninu." Og þaö geröi eldflugan. „Komið inn,“ sagöi litla rósin. „Blessuð komiö þið inn úr illviðrinu. Það er svo blautt og ónotalegt úti.“ Og eldflugan og litli brúni blóm- álfurinn létu ekki segja sér þaö tvisvar. Þau fengu húsaskjól hjá rósinni og fór mæta vel um þau, því aö hvorttveggja var, að beðurinn var mjúkur og hreinn, en svo var andrúmsloftið líka hreint og hlýtt, og þaö var ekki minna um vert. Morguninn eftir var komið indælt veöur. Sól skein í heiði og fuglarnir sungu á hverri grein og fögnuðu nýja deginum, deginum mikla, sem blómin höföu beöið eftir meö svo mikilli eftirvæntingu, enda reyndi nú hvert um sig aö láta sem mest bera á skrauti sínu og fegurð, og litla rósin hvíta teygöi upp kollinn, þótt hún geröi sér enga von um, að eftir sér yröi tekið. Skyndilega var blásið í lúöur. En það var gert til þess aö tilkynna komu blómálfadrottningarinnar. Og brátt kom hún akandi í vagni, sem var dreginn af sjö Ijómandi fall- egum fiörildum, en á undan vagnin- um flugu sex býflugur. Þær voru úr varðliði drottningarinnar. En á eftir vagninum flaug heill hópur blóm- álfa og fremstur litli, brúni álfurinn. Hann var hvorki meira né minna en foringi blómálfasveitar drottningar- innar. Og nú steig litla blómálfadrottn- ingin út úr vagninum sínum og ávarpaði blómin í hallargarðinum: „Þegnar mínir, elsku, fallegu blómin mín. Á hverju ári er þaö mitt hlutverk, aö velja hið fegursta ykkar fyrir „drottningu blómanna". Svo mikið er skraut ykkar og fegurö, að valið er erfiðara en nokkru sinni. En til þess hef ég raunar fundið fyrr. Fyrir því hef ég ákveöiö, aö velja „drottningu blómanna" í eitt skipti fyrir öll. Slíkt val þarf að vanda og fyrir því lét ég sendiboöa fara hing- að á undan mér, sendiboða, sem ég hef reynslu fyrir aö má treysta, til þess aö afla mér nokkurrar vitn- eskju um ykkur fyrirfram. Mig hryggir þaö, aö honum var illa tek- ið. Aðeins eitt blómanna í garðinum bauð honum skjól í storminum. Sá, sem auðsýnir þeim kærleika, sem bágt eiga, á skiliö aö veröa krýnd- ur. Litla, fagra, hvíta rós! Komdu og taktu viö kórónu þinni.“ Og um leið lagði hún dálitla kór- ónu silfurhvíta, gerða af smástjörn- um, á höfuö jólarósarinnar. Og öll hin blómin kinkuðu kolli til samþykkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.