Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 34
Með bestu óskum um gleðileg jól
frá frú Pigalopp og Júlíusi
Meöan Júlíus ólst upp hjá mönnunum
fékk hann líka aö fara út á sleða. Hann
rak fingurna í snjóinn og bragðaði svo á
honum. Júlíusi fannst veturinn kaldur!
Þegar frú Pigalopp fór með pakka til
Hleifs bakara og Kringlu konu hans var
þar svo indæll ílmur af nýbökuðum
piparkökum ... Og frú Pigalopp og frú
Kringla bökuðu stærðar piparkökuhús.
Bréf frá aðdáanda
Halló! Ég heiti Arnþór Ingi og er átta ára. Ég
átti heima í Kristiansandi í rúm tvö ár og fór
stundum í dýragarðinn og þá sá ég Júlíus. Hann
er ofsalega sætur og góður aþi.
Einu sinni þegar við fórum í dýragarðinn sá ég
krakka kasta tyggjóplötu til hans og hann tók
bréfið utan af og tuggði tyggjó alveg eins og við
gerum. Þaðfannst mérsniðugt.
Svo hef ég líka séð mynd um Júlíus í
sjónvarpinu í Noregi, þar var sýnt þegar hann
átti afmæli. Hann fékk afmælistertu og gos -
hann klifraði upp á borðið og potaði í tertuna. Eg
sá líka þegar fjölskyldan, sem hann var hjá, var
að fara með hann í dýragarðinn aftur; það fannst
mér svolítið sorglegt. En Júlíus var fljótur að átta
sig á að það var líka gott að vera í
dýragarðinum. Þar voru allir svo hrifnir af honum
og margir krakkar komu í dýragarðinn bara til að
sjá Júlíus.
Bless, bless
Arnþór Ingi Hinriksson
Vallarflöt 8
Stykkishólmi.
Góðvinir mínir, ævintýrakonan frú Pigalopp og
Júlíus, eftirlæti allra barna, hafa beðið mig að
skila afar góðum jólaóskum til ykkar. Þau eru
bæði tengd jólunum, hvort á sinn hátt.
Júlíus fæddist á annan í jólum 1979 og hlaut
nafn af því. Jól heita jul á norsku - þess vegna
Jul-ius. Við bætum svo kommunum yfir eftir
íslenskum hætti.
Frú Pigalopp gerðist aukapóstberi fyrir jólin í
fyrra. Jólakortin hennar höfðu ekki komisttil
skila árið áður svo að hún hugðist tryggja að þau
kæmust nú öll á áfangastað. En margt varð til að
tefja hina hjartgóðu og hjálpsömu konu. Er hún
sneri til pósthússins að kvöldi eftir annasaman
dag stóð Pakki póstmeistari jafnan á tröppunum
og sagði andvarpandi: Þú kemur seint, frú
Pigalopp, jólakortahrúgan stækkar bara og
stækkar...
34