Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1984, Page 34

Æskan - 01.11.1984, Page 34
Með bestu óskum um gleðileg jól frá frú Pigalopp og Júlíusi Meöan Júlíus ólst upp hjá mönnunum fékk hann líka aö fara út á sleða. Hann rak fingurna í snjóinn og bragðaði svo á honum. Júlíusi fannst veturinn kaldur! Þegar frú Pigalopp fór með pakka til Hleifs bakara og Kringlu konu hans var þar svo indæll ílmur af nýbökuðum piparkökum ... Og frú Pigalopp og frú Kringla bökuðu stærðar piparkökuhús. Bréf frá aðdáanda Halló! Ég heiti Arnþór Ingi og er átta ára. Ég átti heima í Kristiansandi í rúm tvö ár og fór stundum í dýragarðinn og þá sá ég Júlíus. Hann er ofsalega sætur og góður aþi. Einu sinni þegar við fórum í dýragarðinn sá ég krakka kasta tyggjóplötu til hans og hann tók bréfið utan af og tuggði tyggjó alveg eins og við gerum. Þaðfannst mérsniðugt. Svo hef ég líka séð mynd um Júlíus í sjónvarpinu í Noregi, þar var sýnt þegar hann átti afmæli. Hann fékk afmælistertu og gos - hann klifraði upp á borðið og potaði í tertuna. Eg sá líka þegar fjölskyldan, sem hann var hjá, var að fara með hann í dýragarðinn aftur; það fannst mér svolítið sorglegt. En Júlíus var fljótur að átta sig á að það var líka gott að vera í dýragarðinum. Þar voru allir svo hrifnir af honum og margir krakkar komu í dýragarðinn bara til að sjá Júlíus. Bless, bless Arnþór Ingi Hinriksson Vallarflöt 8 Stykkishólmi. Góðvinir mínir, ævintýrakonan frú Pigalopp og Júlíus, eftirlæti allra barna, hafa beðið mig að skila afar góðum jólaóskum til ykkar. Þau eru bæði tengd jólunum, hvort á sinn hátt. Júlíus fæddist á annan í jólum 1979 og hlaut nafn af því. Jól heita jul á norsku - þess vegna Jul-ius. Við bætum svo kommunum yfir eftir íslenskum hætti. Frú Pigalopp gerðist aukapóstberi fyrir jólin í fyrra. Jólakortin hennar höfðu ekki komisttil skila árið áður svo að hún hugðist tryggja að þau kæmust nú öll á áfangastað. En margt varð til að tefja hina hjartgóðu og hjálpsömu konu. Er hún sneri til pósthússins að kvöldi eftir annasaman dag stóð Pakki póstmeistari jafnan á tröppunum og sagði andvarpandi: Þú kemur seint, frú Pigalopp, jólakortahrúgan stækkar bara og stækkar... 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.