Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 49
hann ekki til þess aö eta og drekka
fyrr en hann hafði látið vel að henni
góða stund.
Það er dúfan sem velur sér
maka, en hins vegar velur karrinn
hreiðurstæðið. Þó verður „frúin“ oft-
ast nær að samþykkja það. Stund-
um verður hann að sýna henni
marga staði, áður en hún er
ánægð. En hafi dúfur valið sér stað
til hreiðurs, láta þær ekki hrekja sig
af honum.
Bæði taka þátt í byggingu hreið-
ursins. Karrinn velur byggingarefn-
ið, en dúfan kemur því fyrir. Sumir
karrar eru feiknlega duglegir og
koma heim með mikið af byggingar-
efni í einu, en aðrir eru latari eins
og gengur og láta sér nægja fáein
strá. En hvort sem það er lítið eða
mikið, þá er hverju hlassi fagnað
með kurri og ástaratlotum. Hann
varpar ekki aðeins byrðinni af sér,
heldur staldrar við stundarkorn,
segir elskunni sinni frá því, hversu
mikið hann hafi haft fyrir að finna
efnið og hversu dásamlegt hreiður
hún byggi. Og hún bætir því sjálf-
sagt við, að hann sé stórkostlegur!
Nokkrum dögum áður en dúfan á
að verpa eggjunum sínum, verður
karrinn gagntekinn ótta við að hún
verpi þeim ekki á réttan stað. Hann
er mjög órólegur, ef hún yfirgefur
hreiðrið og eltir hana og rekur hana
aftur í hreiðrið. Sumir karrar eru svo
taugaóstyrkir, að þeir gefa dúfun-
um varla tíma til að fá sér eitthvað
að eta. Svarti Jakob, sem við
minntumst á áðan, rak maka sinn
svo miskunnarlaust aftur í hreiðrið,
að lá við að hún sylti til bana í hvert
skipti sem hún „átti von á sér“.
Bæði kynin liggja á og gera það
eftir fastákveðinni vaktatöflu. Dúfan
liggur á allan eftirmiðdaginn og
heldur eggjunum volgum til næsta
morguns. Þá leysir karrinn hana af
og er á dagvakt. En hann gætir
eggjanna ekki eins vel og dúfan og
stelst til að bregða sér frá andartak
ef tækifæri gefst.
Það eru alltaf ein eða fleiri stakar
dúfur í dúfnahópi og þær eru mikil
freisting fyrir eiginmennina. Oft hef
ég skemmt mér við að sjá karra
nota frítímann sinn til að spígspora í
kringum staka dúfu og gefa henni
hýrt auga. En þeim verður sjaldan
kápan úr því klæðinu. Eiginkonan
passar vel sinn karl og ef henni
finnst of langt gengið, kemur hún
þjótandi eins og elding og lemur
„lauslætisdrósina" með vængj-
unum.
Þegar ungarnir eru nýkomnir úr
eggjunum, verða þeir að fá sérstakt
fæði eins og ungabörnin. Báðir for-
eldrarnir skilja úr hina svokölluðu
„dúfnamjólk", sem þeir elgja upp úr
sarpinum. Fyrst geta ungarnir varla
haldið höfði meðan þeir eru matað-
ir, en þeim vex fljótt fiskur um
hrygg.
Eftir fjórtán daga hafa ungarnir
fengið fjaðrir og geta hreyft sig dá-
lítið enda þótt fætur þeirra séu enn-
GOTT RAÐ
Ef þú vilt fara vel með pensl-
ana þína, á milli þess sem þú
notar þá, er gott að hafa það í
huga sem myndin sýnir. Þvotta-
klemman heldur penslinum það
vel á lofti í vatnsílátinu, að hárin
hallast ekki út á hlið heldur
standa beint niður og halda upp-
haflegri lögun.
þá of veikir til þess að bera þá,
nema örstutta stund. Nú byrjar
móðirin að missa áhugann á ung-
um sínum, en lætur karlinn sinn
bera ábyrgð á þeim.
Þegar ungarnir eru orðnir þriggja
vikna, hætta þeir sér að heiman.
Stundum verða þeir ringlaðir og
finna ekki aftur hreiðrið sitt. Og þeir
tefla í tvísýnu, ef þeir fara í rangt
hreiður, því að húsbóndi hvers
hreiðurs tekur ekkert tillit til óboð-
inna gesta, jafnvel þótt um ósjálf-
bjarga ungakríli sé að ræða. Ung-
inn getur heldur ekki vænst þess
að hjálp berist, því að hver karri ber
virðingu fyrir eignum nágranna síns
og hættir sér ekki inn á hans
eignarlóð, ekki einu sinni til þess að
bjarga unganum sínum. Mánaðar-
gamlir eru ungarnir orðnir færir í
flestan sjó og flytjast að heiman.
49