Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 23

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 23
Morgunverðurinn á Hótel Föroyar var engu líkur. Hlaðborð J^eð brauði, osti, ávaxtahlaupi og hverju sem heiti hefur, og Pennan morgun var margt um manninn enda hótelið næst- fullt. Snæþór sagði að von væri á fjöldamörgum Austfirðingum, spilafélögum sem ætluðu að fjölmenna til ®reyja með ferjunni þá daginn eftir. Hvernig þeir mundu allir komast fyrir á hótelinu var þeim hulin ráðgáta, en Sennilega mundu þeir gestir sem fyrir voru hverfa á braut. Nú var ákveðið að heimsækja hinn sögufræga stað, Klrkjubæ. Leiðin liggur frá hótelinu í gegnum Þórshöfn og ut úr bænum hinum megin. Ekið er yfir lágan háls og þá sest yfir til Sandeyjar. Allir voru vegirnir malbikaðir og 9reiðfærir enda þótt þeir væru nokkuð bugðóttir og víða ^jóir. Útskot, þar sem bílar þurftu að mætast. Þeir dá- somuðu náttúrufegurðina og minntust þess að íslensk °na sem býr á Sandey hafði talað um að máski yrði gerð ny lending við Kirkjubæ fyrir þá Sandeyinga. Það mundi spara þeim heillanga siglingu frá Þórshöfn því eins og nú attar til liggur sjóleiðin suður fyrir Kirkjubæjarnes. 1 Kirkjubæ eru tvær kirkjur og ber því staðurinn nafn með rentu. Önnur kirkjan er að vísu ekki nema tóftir og þær all reisulegar. Það er hin svokallaða Magnúsarkirkja sem byggð var fyrr á öldum. Hún er hlaðin úr stórgrýti og uppi á Veggjunum sjást skrautmunir, höggnir í stein. Kirkjan er ekki nýtt til annars en þess að lofa ferðamönnum að skoða nana. Nokkru neðar stendur sú kirkja sem er í notkun. Nólmi er fyrir landi og sagan segir að fyrr á öldum hafi túnið ' Kkkjubæ náð út á þennan hólma og gott betur. Sjórinn nafi síðan brotið þetta land og víst er að undirlendi er ekki ^'kið á þessum slóðum. Á ströndinni eru nokkrir fleiri Sveitabæir og sums staðar hafa myndast þorp. Þarna er afar fagurt, með Sandey annars vegar og eyjarnar Kolt og Hest hins vegar. Þarna stunda menn landbúnað og útveg Jófnum höndum. Paturssonsfeðgar hafa búið í Kirkjubæ um langan aldur. ^inna kunnastur þeirra er Erlendur Patursson, sem er 0rðinn þjóðsagnahetja enda barðist hann drengilega fyrir retti Færeyinga gagnvart dönsku stjórninni. Erlendur Pat- Ursson kvæntist íslenskri konu, heimasætu frá Karlsskála viö Reyðarfjörð og eignuðust þau mörg börn. Einn þeirra Var Páll Patursson sem lengi bjó í Kirkjubæ en hefur nú atiö af búskap í hendur sona sinna. Úppj f hlíðinni fyrir ofan Kirkjubæ er Sverrishola. Þegar Syerrir konungur var ungur að árum sóttust fjandmenn eftir hans en heimamenn í Kirkjubæ og fleiri földu hann í 'tlurh skúta uppi í fjallinu. Þar heitir síðan Sverrishola. Allir i ar>nast við Ijóðið um Sverri konung eftir Grím Thomsen og |^9ið eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, þar sem fjallað er um verri konung og Birkibeina hans. Kirkjubæ var ekið aftur til Þórshafnar. Nú var þing- usið skoðað og síðan snæddur léttur hádegisverður. Á effir var farið í útvarpshúsið og þar ræddi stjórnandi barna- 'Tans við þá félaga. Þeir sögðu frá tildrögum að Færeyjaferðinni, frá verð- launasamkeppni Æskunnar og Flugleiða og voru spurðir margs frá heimahögunum. Hlynur sagði frá sumarfríi sínu norður á Ströndum og dvöl á Úlfljótsvatni í sumar. Snæþór hafði farið með heimamönnum í Möðrudal á hestamanna- mót á Hornafirði. Þeir höfðu 40 hesta svo að kapparnir voru vel ríðandi. Hann sagði frá heyskap þeirra í Vopnafirði en þangað fara þeir Möðrudalsmenn á hverju sumri og heyja í u. þ. b. þrjár vikur. Liggja þá við í tjöldum. Eins og fram kom í spjallinu er Möðrudalur hæsti bær á íslandi og þar byggði Jón, langafi Snæþórs, kirkju, svo sem frægt er orðið. Útvarpsmenn spurðu síðan Svein um ýmislegt varðandi flugið og ferðalög en að því búnu kvöddu þeir félagar hið ágæta útvarpsfólk og héldu sem leið liggur að hinni nýju og glæsilegu sundlaug í Þórshöfn. SUND OG DÝFINGAR Reyndar höfðu þeir ætlað að fara í sundhöllina daginn áður en hún var þá lokuð. Sundhöllin er falleg og vel úr garði gerð. Þar inni eru reyndar fjórar sundlaugar. Sú stærsta 25 metrar að lengd og næstum eins breið. Lítil og grunn laug við endann fyrir unglinga og enn minni laug fyrir minni börn. í hinum endanum eru dýfingarbrettin fjögur að tölu. Það hæsta sex metra hátt. Þessi laug er ætluð til dýfinga eingöngu enda vel djúp. Þarna léku þeir sér á brettunum félagarnir og höfðu mikið gaman af. Hlynur fullyrti að þessa væri flottasta sundlaug sem hann hefði nokkru sinni komið í. Hún var opnuð fyrir tveim árum síðan en gamla sundhöllin, sem stendur þarna skammt frá, er nú orðin tennis- og badminton-hús. Á þessu svæði í Þórshöfn eru íþróttavellir, sundhöllin og tennis- og badminton-húsið sem fyrr er talið og tvö önnur íþróttahús, annað mjög nýstárlegt í útliti. Sagt er að menn verði fljótlega svangir þegar þeir koma úr sundi og sú varð raunin með þá Snæþór og Hlyn. HAMBORGARARí ÞÓRSHÖFN í elsta bæjarhluta Þórshafnar var nýlega opnaður staður þar sem seldir eru hamborgarar og þeir ekki af verri endanum. Þangað var haldið þetta kvöld. Þarna voru ost- borgarar, hamborgarar og tvöfaldir borgarar og auk þess kók og mjólkurhristingur. Þeim stóð reyndar til boða að snæða í hinum ágæta matsal hótelsins en vildu heldur fá hamborgara. Bæði tók það styttri tíma og eins var maturinn meira við þeirra hæfi. Á eftir tóku þeir skorpu við billjardinn og höfðu reyndar beðið eftir því allan daginn. Björn Guðmundsson sem fyrir nokkrum mánuðum tók við stjórn íslensku útflutningsskrifstofunnar í Færeyjum hringdi á hótelið og bauð þeim heim til sín um kvöldið. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.