Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 68

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 68
Kappsundið Poul var syndur eins og fiskur. Hann var skipsdrengur á e/s Afríka. Hann var hugaður og þorði að kafa djúpt. Annar léttadrengur var á skipinu. Hann hét Jens. Hann var duglegur, en ekki eins kjarkmikill og Poul. Jens lagði sig ekki í hættu að óþörfu. Þrátt fyrir það, að drengirnir voru allólíkir voru þeir góðir kunningjar. Jens bað Poul oft um það, að fara gætilega. En það bar engan árangur. Poul lét allar varnaðar- ræður Jens eins og vind um eyrun þjóta. Hann var ekki ráðþæginn. Einu sinni Iá „Afríka" við Port Sudan. Drengirnir aðgættu Somalisvert- ingjana, er þeir köfuðu til botns, eftir kóröllum á tíu metra dýpi. Sjór- inn var svo tær að hægt var að fylgjast með köfurunum. „Þetta er engin vandi. Ég get líka gert það,“ sagði Poul og klæddi sig úr fötunum. Jens mælti: „Vertu ekki að þessu. Hættuleg dýr geta leynst meðal kórallanna. En Poul fór ekki að ráðum félaga síns. Hann fór upp á borðstokkinn og stakk sér í sjóinn á glæsilegan hátt. Eftir augnablik kom hann úr kaf- inu og fór upp á skipið. Hann hafði náð í stóran, fallegan kóral, sem var í laginu eins og flatur blómvönd- ur. Poul hélt á kóralnum og var hreykinn. Hann mælti: „Þarna gastu séð að ég gat þetta." Er hann hafði þetta mælt kom dýr út úr kóralnum. „Þetta er áll,“ sagði Poul brosandi. Hann greip dýrið og fleygði því á þilfarið. En dýrið hlykkjaðist til. Poul ætlaði að fara að stíga á þennan „ál,“ eins og hann kallaði kvikindið, þegar annan stýrimann bar þar að af tilviljun. Poul var berfættur eins og nærri má geta. Annar stýrimaður hrópaði til drengsins: „Ertu ekki með fullu viti? Þetta er sæslanga. Bit hennar er banvænt." Poul fölnaði dálítið, en Jens tók þvegil og barði dýrið til dauða. Jens mælti: „Ég var búinn að vara þig við að kafa. Það munaði litlu að þú hefðir illt af því. Það er ekki viturlegt að skella skolleyrum við öllum góðum ráðum og láta vaða á súðum.“ Það sljákkaði dálítið montið í Poul í bili við þessa hættu er hann á síðustu stundu hafði losnað við. En það stóð ekki lengi. Að skömmum tíma liðnum kom skipið til Momba, og lá þar á höfninni. Þá kom gorg- eirinn aftur í Poul. „Uff, en sá óþolandi hiti. Ég fer í sjóinn, syndi dálítinn spöl og kæli mig,“ mælti hann. „Farðu ekki frá skipinu. Syntu bara umhverfis það,“ sagði Jens. „Skipstjórinn hefur fyrirskipað svo.“ „Já, auðvitað,1' svaraði Poul og stakk sér í sjóinn. Poul hlýddi ekki settum reglum, hvað þessu við- kom. Jens sá að hann synti langt út á víkina. Hann var hræddur um Poul að hann færi sér að voða. Nú sneri Poul við í áttina til skipsins. Jens varð skyndilega óttasleginn og fékk andköf. Rétt aftan við Poul, hinn ógætna ofurhuga, sást uggi mikill koma upp úr sjónum. Stór hákarl eltir Poul. Það er eng- um efa undirorpið. Jens hugsaði um það augnablik hvað tiltæki- legast væri að gera Poul til hjálpar. Ef hann gerði félaga sínum viðvart, gæti það ef til vill orðið til ills. Poul yrði hræddur og fataðist sundið. Hann gæti orðið máttlaus af hræðslu. Eins og skot þreif Jens af sér armbandsúrið, það hafði Poul oft beðið hann að selja sér, veifaði og hrópaði: „Ef þú getur synt að skipinu á tveim mínútum, skal ég gefa þér úrið sem verðlaun. En ef þú verður aðeins eina og hálfa mínútu gef ég þér lindarpennann minn líka.“ Poul herti sig sem mest hann mátti. Án þess að vita um hættuna flýtti hann sér eins og mögulegt var. Hann langaði í verðlaunin, og miðaði mjög vel áfram. Hann synti líka af öllum kröftum. Jens veifaði úrinu og kallaði til Poul, og bað hann að herða sig. En samtímis fylgdist hann með ferð hákarlsins. Hann hafði líka farið að flýta sér. Þessi hættulegi ránfiskur færðist nær og nær Poul. Honum miðaði betur áfram en drengnum. „Flýttu þér, flýttu þér!“ kallaði Jens. „Þú færð líka kúlupenn- ann.“ Poul kom að skipinu, tók í kaðal og leit við um leið. Hann rak upp öskur. Hákarlinn var kominn og hugðist bíta hann. En Poul komst upp á kaðlinum og bjargaði lífinu. „Þú vissir um það, að hákarlinn elti mig. Þú lofaðir mér úrinu til þess að bjarga með því lífi mínu.“ Poul var móður. „Já, auðvitað,“ svaraði Jens. „Og hér er úrið. Líf þitt er ábyggi- lega eins dýrmætt og úr og lindar- penni.“ „Ég vil ekki taka við þessu,“ sagði Poul. „Og ég lofa þér því hér með að ég skal aldrei framar vera fífldjarfur eða bjóða hættunni byrg- inn.“ Þetta loforð efndi Poul. En þeir Jens og hann urðu meiri vinir eftir þetta. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.