Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1987, Side 10

Æskan - 01.12.1987, Side 10
EFTIR IÐUNNI STEINSDÓTTUR í GAMLA DAGA SMAUNN OG HULDUFÚLKIÐ Það gerðist margt skrýtið í kringum jólin hér áður fyrr. Til dæmis flutti huldu- fólk á milli staða. Ekki líkaði huldufólkinu vel að mannfólkið væri að hnýsast í mál þess. Hér er saga um það. Fyrir tæpum 200 árum var ungur smali að láta út kindur eldsnemma að morgni eftir þrettánda dag jóla. Hann fór með þær fram á dal og er þangað kom sá hann langa lest af fólki. Það voru menn sem teymdu hesta og á þeim var mikið dót. Þeir drógu líka kerrur sem í voru konur og börn. Smalann langaði til að hitta fólkið því að honum þótti skrýtið að það skyldi vera að flytja á þessum tíma árs. Hann hljóp frá fénu en þegar fólkið sá hann koma herti það sig svo að hann náði því ekki. Hann sá að það stefndi að háum hömrum. Þegar þangað kom tók það dótið af hestunum. Smalanum sýndist húsdyr vera opnar á hömrunum og ljós fyrir innan. Konur og börn gengu inn í hamrana og mennirnir báru dótið inn. Smali heyrði hringingar og söng en skildi ekki orð. Hann fiýtti sér að klettunum en þegar þangað kom sá hann engar dyr. . Kerrurnar, sem fólkið hafði setið í, voru bara stórir steinar. Hann skildi nú að þarna hefði huldufólk verið á ferð. Hann ætlaði að flýta sér í burtu en varð svo syfjaður og máttfarinn að hann gat ekki gengið. Hann sofnaði undir klettunum og vaknaði aftur við að kalt vatn draup á vangann á honum. Það var kominn bjartur dagur. Nú var hann ekki lengur mátt- farinn, bara svolítið ruglaður. Hann flýtti sér til kindanna sem voru allar í hóp niðri í dalnum. Um kvöldið rak hann féð heim og setti það inn í hús og gekk það heldur ruglingslega. Næstu daga á eftir var hann utan við sig og skrýtinn en svo lagaðist það þegar frá leið. Endursagt úr íslenskum þjóðsögum og ævintýrum eftir Einar Ólaf Sveinsson. 10

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.