Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Síða 19

Æskan - 01.12.1987, Síða 19
FRÍMERKJAKLÚE8UR ÆSKUNNAR Það er nú orðið nokkuð langt síðan ég spjallaði við ykkur, lesendur Æsk- unnar, um frímerki. Nú hefur orðið að ráði að ég geri smá tilraun með frímerkjaþætti á ný. Ég ætla samt að hefja þetta með því að óska Æskunni til hamingju með ní- ræðisafmælið. Það mun hafa verið 1965 sem ég byrjaði að skrifa um frímerki í Æsk- una og gerði það til 1972 eða í um sex ár. Áður hafði ég skrifað í blaðið þeg- ar ég var á fermingaraldri og þá dýra- sögur og leikrit og kannski eitthvað fleira. Svo stofnuðum við frímerkjaklúbb Æskunnar á sínum tíma og urðu fé- lagar um eitt þúsund. Þá voru gerðar skrár yfir félaga og hverju þeir söfn- uðu og sendar öllum þátttakendum. Svo gátu þeir skrifast á og skipst á frímerkjum. Hafa einhverjir áhuga á að endurtaka slíkt? Ef svo er geta þeir skrifað mér. Nafn mitt og heimilisfang er: Sigurður Þorsteinsson, Laugarhóli, 510 Hólmavík. Einnig má utanáskriftin vera: Frímerkjaþátturinn, Pósthólf 523, 121 Reykjavík. AUGUSTE MAYER DIÚPIVOCUR VIÐ BERUFJÖRÐ 18J6 DAGUR FRÍMERKISINS 9. OKTÓBER 1987 • VERÐ KR 45 I'SLAND 13 00 BRANOUGLA Áú A$ia ’ A Jk .áAJlÆJnAJ 4000V/ fSLAND Snúum okkur þá að frímerkjunum. Núna í september og október á ár- inu 1987, afmælisári Æskunnar, hefir komið út mikið af frímerkjum. Þann 16. september komu út fjögur frímerki með fuglum sem þið flest þekkið. Að minnsta kosti þekkið þið stokköndina, skógarþröstinn og tjald- inn. Hvort þið eruð svo mörg sem þekkið brandugluna skal ég láta ósagt en ég man eftir henni þegar ég átti heima á Hvammstanga. Þá voru gefin út mörg merki á degi frímerkisins, 9. október. Þar er fyrst að nefna smáörkina sem er bara með einu frímerki en hún er gefin út til að minnast dagsins sérstaklega og afla peninga í sjóð sem heitir Frímerkja- og póstsögusjóður. Þessi sjóður á svo að kosta að hluta Póstminjasafnið í Hafnarfirði og framtak frímerkja- klúbba og einstaklinga í frímerkja- söfnun og fræðimennsku á því sviði. / Myndin á þessari smáörk er 171 árs gömul. Hún er teiknuð af útlendingi, sem hét Ágúst Meyer, og er frá Djúpavogi. Á henni sjáum við skip frá þessum tíma og það eru auðvitað millilandaskip sem sigldu hingað með vörur frá útlöndum og tóku svo ís- lenskar vörur með sér til baka. Mað- ur, sem hét Páll Gaimard, notaði myndina í bók sem hann skrifaði til að kenna öðrum þjóðum um ísland. Önnur merki, sem komu út þennan dag, segja okkur líka gamla sögu. Hún er úr Heimskringlu sem Snorri Sturluson skrifaði í Reykholti á sínum tíma. Saga þessi segir frá því „að Haraldur Gormsson Danakon- ungur ætlaði að sigla liði til íslands og hefna níðs er ort hafði verið um hann þar. — Konungur bauð þá manni nokkrum fjölkunnugum að fara til Islands í könnunarskyni. Tók sá ham- förum og fór í hvalslíki. Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af land- vættum, smáum og stórum. Hann fór fyrst inn á Vopnafjörð. Kom þá dreki einn mikill æðandi og fylgdu honum eiturspúandi nöðrur og eðlur. Lagði hann á braut vestur fyrir land og hélt inn á Eyjafjörð. Þar fór móti honum fugl svo mikill að vænghafið náði fjalla í milli beggja vegna fjarðarins. Sneri hann þá frá og kom næst inn á Breiðafjörð. Þar fór móti honum grið- 12(30 ÍSLAND an til konungs og bar landinu ekki vel söguna.“ Þessi frímerki eru í heftum, tólf í hverju hefti, og kosta 13.00 krónur stykkið. Og þau eru með myndum þessara landvætta sem segir frá í sög- unni. Svo kemur frímerkið sem þið hafið ef til vill mest gaman af. Það eru frí- merkin með myndinni af stúlkunni sem er að bursta tennurnar fyrir fram- an spegil. Hún notar flúor tannkrem. Svo er hún ekki stærri en svo að hún verður að nota skammel til að standa á svo að hún sjái sig í speglinum og geti skoðað hvort tennurnar séu nógu vel burstaðar. „Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að hjá okkur íslending- um skemmist fleiri tennur en hjá flest- um öðrum þjóðum, þótt tann- skemmdum virðist hafa fækkað lítil- lega á sl. þremur árum. Við voru þó 5. best setta þjóðin í heiminum hvað varðar fjölda íbúa á hvern tannlækni, en neysla sykurs, sælgætis og sætra drykkja er aftur á móti mjög mikil hérlendis. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og tannverndarráð hafa undan- farið í samvinnu við marga aðila beitt sér fyrir fræðslu um tannvernd. Hefur aðaláherslan verið lögð á rétt fæðuval, réttar matarvenjur og tann- hirðu, auk þess sem hvatt hefur verið til aukinnar notkunar flúors. Mynd- inni á frímerkinu, sem Póst- og síma- málastofnunin gefur út, er ætlað að minna á að mest er undir einstakl- ingnum sjálfum komið hvort tekst að koma í veg fyrir tannskemmdir.“ Svo það er eins gott að bursta vand- lega tennurnar. Ef þið ætlið að nota þetta frímerki á bréf verðið þið að bæta við einni krónu.Þá er best að fá blátt frímerki með mynd af lóu. Það kostar eina krónu í viðbót við 12.00 krónurnar sem tannverndarfrímerkið kostar og svo setjið þið bæði frímerkin fallega á bréfið, í hornið uppi, hægra megin. . En látum þetta nú duga að sinni. Ef þið hafið áhuga vildi ég gjarnan heyra frá ykkur. Með kærri kveðju, Sigurður Þorsteinsson. ungur mikill og óð á sæinn út með óg- urlegum hljóðum. — Loks hélt mað- urinn suður um Reykjanes og hugðist ganga á land á Suðurlandi. Þar kom móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi og bar höfuðið hærra en fjöll- in. Eftir þetta fór maðurinn austur með landinu í hvalslíkinu og sneri síðan ut- w w www t< w w rrrtrvTf w w w www AAAAt • I UAtAAAMI FRÍMERKJAÞÁTTUR UMSJÓN: SIGURÐUR ÞORSTEINSSON 18 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.