Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Síða 21

Æskan - 01.12.1987, Síða 21
SKATASTARF „Á þessu ári má vænta þess að margir skátar á íslandi og víða um hinn frjálsa heim rifji upp skáta- œvintýri, minningar um fjölþætta þátttöku í skátastarfi og heilladrjúg áhrif þess á líf þeirra og störf Ærin ástæða er til hugleiðinga og endurferðar um farinn veg, um gamla slóð, og leita uppi vörður þær er geyma leiðsögn til fræðslu, frama og farsœldar þeim er þar vilja staðnæmast, leita átta og fara að tilmælum og kenningum frum- herjans og hugsjónamannsins Sir Roberts Badens Powells því að á þessu ári eru liðin 130 ár frá fæð- ingu hans. Á árinu 1987 eru fjöldamörg önnur minnisverð tímamót skáta og ber hér hæst 75 ára skátastarf og 65 ára kvenskátastarf á íslandi. Pá hafa tvö stórfélög átt 50 ára afmæli á árinu. Það eru Hraunbúar í Hafnarfirði og Heiðabúar í Kefla- vík. “ Þannig hefst grein eftir Jón Tóm- asson, skáta frá Keflavík, sem birt- ist í blaði fyrir skömmu. Okkur þótti tilvalið að byrja þessa grein um merkan áfanga skátastarfs með þeim orðum. 75 ára afmæli skátastarfs á íslandi í flokkum eru t.d. flokksforingi, að- stoðarflokksforingi, ritari, gjaldkeri, varðeldastjóri, sendiboði og spjald- skrárritari. Þannig er tryggt að allir hafi nóg að starfa. Skátar hafa minnst tímamótanna með ýmsum hætti. M.a. var flutt há- tíðadagskrá í Háskólabíói. Páll Gísla- son, fyrrverandi skátahöfðingi, setti hátíðina. í ávarpi hans kom fram að nú eru um 16000 skátar á íslandi og um 100.000 íslendingar hafa einhvern tíma tekið þátt í skátastarfi. Meðal þeirra sem fram komu voru Gunnar Eyjólfsson leikari, Guðmund- ur Jónsson söngvari, Halla Margrét Árnadóttir söngkona og Ingimar Eydal hljómlistarmaður — en þau hafa öll starfað sem skátar. Auður Gunnarsdóttir og Guðrún Hólmgeirsdóttir, skátar úr Árbæjar- hverfi, fluttu söngleik, 40 skátar frá Akranesi léku látbragðsleik, Bræðra- bandið, skipað bræðrum úr skátafé- lögunum Dalbúum í Reykjavík og Hraunbúum í Hafnarfirði, flutti laga- syrpu og 20 manna afmælishljómsveit skáta úr Reykjavík og nágrenni lék nokkur lög og undir söng milli atriða. Að lokum ávarpaði Ágúst Þor- steinsson skátahöfðingi gesti og hvatti skáta til dáða. í tilefni afmælisins var nokkrum fyrrverandi stjórnarmönnum Banda- lags íslenskra skáta afhent Gullmerki skátahreyfingarinnar. Hrefna Tynes, sem í mörg ár sá um skátaefni í Æsk- unni, var ein þeirra. Æskan óskar skátahreyfingunni til hamingju með afmælið og alls hins besta. Þess má að lokum geta að Æskan og stjórn BÍS hefur gert samkomulag um að blaðið flytji fréttir af starfi skáta og skátaefni. Við fögnum því að taka upp þráðinn aftur. , Að starfa sem skáti er bæði skemmti- legt og þroskandi. Leitast er við að þjálfa skáta í að vinna með öðrum og að gera þá færa um að bjarga sér sjálf- ir. Skátar læra margt nytsamlegt, t.a.m. hjálp í viðlögum, ratvísi, mat- reiðslu og að binda hnúta — og taka próf til staðfestingar kunnáttu sinni. Útivera, útilegur og mót er gildur þáttur í skátastarfi. Farið er í flokks- útilegur, haldin félagsmót, landsmót og alheimsmót. Baden-Powell lagði áherslu á að all- r ir félagar fengju verkefni við sitt hæfi og tækju virkan þátt í starfi. Hann tók því upp þá skipan að í hverjum flokki t ynnu saman 6-8 skátar; 4-6 flokkar mynduðu sveit; viðlíka tala sveita væri saman í deild og þær nokkrar í félagi. Deildaskipting er ekki í öllum félög- um, það fer eftir fjölda. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.