Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 26

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 26
ASTA LITLA LIPURTA Æskan hefur gefið út bókina Ásta litla lipurtá eftir Stefán Júlíusson. Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga í Æskunni árið 1940 og var gefin út í bók um haustið. Höfundurinn, sem þá þegar var landsþekktur fyrir bœkur sínar um Kára litla, samdi söguna að beiðni Margrétar Jónsdóttur ritstjóra. Sagan segir frá Ástu, systur Kára litla. Hún unir sér glöð og kát við leiki í hraunbollunum við Hulduhvamm. Þar kemur að hún á að fara í vorskólann. Ásta litla lipurtá kvíðir því að fara í skólann — í skarkala kaupstaðarins. Enginn er eins laginn og Kári við að koma henni í gott skap. Hann fylgir systur sinni í skólann og hún kann þá óðar vel við sig. Sagan um Ástu varð afar vinsœl eins og sögurnar um Kára, bróður hennar. Það er sannarlega að verðleikum enda eru þœr allar sígildar sagnaperlur. Bókin er nú gefin út í sjöunda sinn. Það segir meira en mörg orð. 4. Skólinn kallar. Og nú átti Ásta litla lipurtá að fara að ganga í skóla. Vorskólinn átti að byrja um miðjan maí. Oft óskaði Ásta sér þess að hún hefði ekki fæðst fyrr en á nýársdag. Þá hefði hún ekki þurft að fara í skóla fyrr en næsta vor. Ásta vildi nefnilega alls ekki fara í skóla. Hún kunni aldrei við sig inni í kaupstaðnum. Þar voru svo mikil læti. Krakkar hlupu um göturnar með argi og óhljóðum. Bflar þutu áfram með geysihraða. Ásta var alltaf hrædd um að þeir ækju yfir sig. Allir þurftu að flýta sér þessi ósköp þarna inni í bænum. Niðri við höfnina voru sífelld læti og gauragangur. Skipin píptu. Bflarnir flautuðu. Kolum var hrundið ofan af bryggju og niður í skip og þá heyrðust þessir ógnar dynkir og dunur. Og þarna var svo mikið af saltfiski, tunnum og alls konar vörum að maður gat varla snúið sér við. Og svo voru þar stóreflis kolabingir, svartir og ljótir. Þarna var líka alltaf mikill reykur og bræla og oft svo mikil fýla að Ástu fannst að hún gæti varla andað. Ásta litla kom ekki oft inn í kaupstaðinn. En alltaf þegar hún kom þangað fannst henni að hún yrði svo ósköp lítil. Henni fannst að allir segðu með augunum: „Til hvers er þetta litla grey að sýna sig hér inni í bænum?“ Og.hún varð ósköp feimin og vissi ekki hvað hún átti að gera af sér. Þá var betra heima í Hulduhvammi. Þar gat hún hlaupið um og leikið sér, skoðað blómin, hlustað á fuglana syngja og sungið 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.