Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 36
RÁS 1
BÖRN AÐ STARFI
Barnaútvarpið — góðan dag! Með
þessum orðum hefst útvarp unga
fólksins á Rás 1 alla virka daga kl.
16.20. Þátturinn er 40 mínútna
langur. Stjórnendur Barnaútvarps-
ins eru þrír, þau Kristín
Helgadóttir, Sigurlaug M.
Jónasdóttir og Vernharður Linnet.
Sér til aðstoðar hafa þau fimm
börn, 3 stelpur og 2 stráka. Þau
nefnast hjálparkokkar.
Hjálparkokkarnir eru þau Nína
Björk Jónsdóttir 12 ára, nemandi í
Hlíðaskóla; Þórólfur Beck
Kristjónsson 13 ára, í Hagaskóla;
Kristinn Jóhannsson 12 ára, í
Breiðholtsskóla, Edda Magnus 11
ára, Hlíðaskóla; og Ingunn Ósk
Ólafsdóttir 12 ára, Hlíðaskóla.
Krakkarnir hafa starfað
mismunandi lengi hjá
Barnaútvarpinu. Edda og Ingunn
hafa verið þar lengst eða frá
hausti 1985 en Kristinn hefur verið
skemmst; hann byrjaði fyrir sex
vikum.
Við og við er auglýst eftir
aðstoðarfólki í Barnaútvarpið.
Krakkarnir heyrðu þessar
auglýsingar og sóttu um starfið.
Þeir voru síðan boðaðir í
raddprófun, tóku stutt viðtal við
einhvern og voru látnir lýsa hlut.
Með þessu var skorið úr um það
hvort þeir hefðu góða hœfileika til
að vinna við útvarp. Þegar það
var Ijóst voru þeir ráðnir til hálfs
árs.
Barnaútvarpinu. Þær hófu daginn
með því að borða morgunmat með
þingmanninum, síðan sýndi hann
þeim ýmsar bækur og sagði þeim frá
efni þeirra. Eftir það fóru þær í lík-
amsrækt með honum. Sitthvað fleira
var gert.
í annað skipti heimsóttu krakkarnir
nunnurnar í Hafnarfjarðarklaustri og
kynntust lífi þeirra og starfi lítils hátt-
ar. Svona má lengi telja.
Hjálparkokkarnir segja að starf
þeirra sé stundum erfitt, t.d. þegar
þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa
sig fyrir upptökur. Einkum eru það
pistlaskrifin sem taka mikinn tíma.
Krakkarnir vilja láta það koma
Flöskuskeyti
En hvaða hlutverki er Barnaútvarp-
inu ætlað að gegna? Stjórnendur þess,
þau Kristín, Sigurlaug og Vernharður,
svara því.
„Hlutverk Barnaútvarpsins er, eins
og Útvarpsins í heild, að fræða,
skemmta og endurspegla veruleikann.
Barnaútvarpið er, eins og nafnið
bendir til, útvarp barnanna. Við hlust-
um á það sem börn hafa að segja og
tökum alltaf málstað þeirra. Við setj-
um efnið þannig fram að líklegt sé að
það nái til allra aldurshópa. Fullorðnir
þurfa líka að hlusta á það sem börn
hafa til málanna að leggja. Við tökum
fyrir bæði alvarleg og skemmtileg
Barnaútvarpich-góðan dag!
Kynnast mörgu
„Þetta er æðislega skemmtilegt og
fjölbreytt starf,“ svöruðu hjálpar-
kokkarnir einum rómi þegar blaða-
maður Æskunnar hitti þá nýlega að
máli í Nýja útvarpshúsinu.
„Við erum alltaf að fást við eitthvað
nýtt. Við erum þulir, tökum viðtöl
bæði í hljóðveri og úti í bæ, semjum
pistla, sögur og stutt leikrit.“
— Fáið þið gott kaup?
Nína Björk: „Við gerum þetta aðal-
lega vegna ánægjunnar.“
Kristinn: „Ánægjunnar yfir því að sjá
ofan í launaumslögin."
Krakkarnir skellihlæja. Þetta er
greinilega hress hópur og á gott með
að vinna saman. Þeir eru mjög opin-
skáir og tala stundum allir í einu við
blaðamann.
Ingunn leiðir blaðamann í sannleika
um kaupið. Þau fá 700 krónur fyrir
þáttinn og eru ánægð með það.
Næst eru þau spurð að því hvort
þau komi öll fram í hverjum þætti.
„Nei, það eru fimm þættir í viku og
hvert okkar kemur fram í einum
þeirra, kannski tvisvar ef við höfum
verið fengin til að taka viðtal úti í
bæ.“
Starfsvið hjálparkokkanna er vítt.
Eitt sinn eyddu tvær stelpnanna heil-
um degi með Hjörleifi Guttormssyni
alþingismanni og lýstu honum í
fram að þeir séu óhressir með það
þegar veðurfregnirnar, sem eru á und-
an Barnaútvarpinu, fara fram úr áætl-
un. Þá er tími þáttarins styttur sem
því nemur.
„Okkur finnst ósanngjarnt að það
skuli bitna á okkur,“ bæta þeir við.
„Það á bara að klippa á veðurfregn-
irnar þegar tími þeirra er útrunninn.
Ætli við verðum ekki að gjalda þess
að það er barnaþáttur sem á í hlut.
Fullorðna fólkinu finnst alltaf sjálfsagt
að börnin láti í minni pokann."
Að síðustu segjast allir hjálpar-
kokkarnir geta hugsað sér að starfa
við útvarp í framtíðinni.
Svo er bara að sjá hvað úr verður.
mál.“
í hverri viku eru ákveðnum mála-
flokki gerð ýtarleg skil. í þessari viku
er rætt við íslensk börn sem búsett eru
í útlöndum og fjallað um aðstæður
þeirra. Á fimmtudögum geta krakk-
arnir hringt í umsjónarmennina með-
an á útsendingu stendur og rætt við þá
um heima og geima. Viðtölin eru
hljóðrituð og birt daginn eftir. Krakk-
arnir geta m.a. borið upp spurningar
sem starfslið Barnaútvarpsins reynir
að leita svara við. í þessum símatíma
geta hlustendur valið verstu plötu vik-
unnar og sá sem færir bestu rökin fyrir
máli sínum fær hljómplötu að launum.
Svo mega þeir líka syngja öll önnur
lög en Gamla Nóa því að allir eru
orðnir dauðleiðir á honum.
„Sumir halda að Barnaútvarpið sé
eingöngu ætlað litlum börnum," halda
umsjónarmennirnir áfram, „en það er
alger misskilningur. Við höfðum til
barna allt upp í 13-14 ára aldur. Marg-
ir krakkar vilja ekki láta kalla sig börn
og leggja því ekki við hlustir.“
Á næstunni verður flutt ný og
spennandi framhaldssaga í Barnaút-
varpinu. Hún nefnist Kista Drakúla
og er sjálfstætt framhald af Múmíunni
sem hvarf. Svo stendur til að taka í
notkun símsvara sem krakkar, sem
eiga við einhver vandamál að etja,
geta hringt í. Þeir geta þar skýrt frá
vanda sínum og leitað ráða. Þeim
verður svo svarað í þættinum en nafni
þeirra haldið leyndu.“
— En eru krakkarnir duglegir við
að skrifa þættinum?
„Nei, þeir eru fremur latir við það.
Þá vantar meiri hvatningu frá foreldr-
um sínum og kennurum. Svo auka
einkastöðvarnar, sem bjóða ódýra af-
þreyingu, sjálfsagt á leti þeirra.“
Starfsmenn Barnaútvarpsins hafa
ferðast m.a. til Grænlands og Gríms-
eyjar. í Grímsey kviknaði sú hugmynd
að safna fyrir sundlaug handa eyjar-
skeggjum. Barnadeild Útvarpsins gaf
fyrstu 10 þús. krónurnar og síðan
hvöttu dagskrárgerðarmenn hlustend-
ur til að leggja málinu lið. Kristín sat
við síma á Akureyri og tók við áheit-
um. Rúmar 200 þús. krónur söfnuð-
ust. Vernharður seig í bjarg í Grímsey
og henti flöskuskeyti í sjóinn með orð-
sendingu til fjármálaráðherra þess
efnis að ríkinu bæri að standa við að
greiða sinn hluta byggingarkostnaðar
eins og kveðið er á um í lögum.
í lok spjalls okkar segja stjórnendur
Barnaútvarpsins að þeir ætli að leggja
bjartsýnisverkefni lið árlega hér eftir.
Þetta látum við gott heita um heim-
sókn okkar til starfsmanna Barnaút-
varpsins. Þeir sem enn eiga eftir að
kynnast því skemmtilega og fróðlega
efni sem það býður upp á ættu að
stilla á Rás 1 kl. 16.20 einhvern virkan
dag vikunnar.
Krakkar, verið svo duglegri við að
skrifa útvarpsþættinum ykkar!
E.I
37