Æskan - 01.12.1987, Side 45
Unglingasaga eftir Eðvarð Ingólfsson
Annar hluti
Langþráð stund er runnin upp!
Svenni er kominn aftur í bæinn.
Doddi, frændi hans, bauð honum í 14
ára afmælið sitt.
En það er alls ekki afmælið sem
hann hefur mestan áhuga á. Það er að
hitta Agnesi!
Frá því að þau hittust fyrir hálfum
mánuði hefur hann beðið þess með
óþreyju að sjá hana aftur. Hann hefur
átt erfitt með að sofna á kvöldin fyrir
hugsunum um hana — og hefur ekki
getað einbeitt sér að náminu sem
skyldi.
Það er Agnes sem allt snýst um
þessa dagana! Honum finnst líf sitt
standa og falla með því hvort hún vill
eitthvað með hann hafa. Hann hafði
skrifað henni og boðið henni að koma
í afmælisveisluna — með Dodda leyfi
að sjálfsögðu. Hún kvaðst í næsta
bréfi ætla að þiggja það þó að hún
segðist feimin við að hitta marga
ókunnuga krakka.
Auðvitað hefði verið best að geta
hitt hana einhvers staðar í ró og næði
þar sem engir aðrir hefðu séð eða
heyrt til þeirra en hann gat ekki látið
sér detta neinn stað í hug. Þetta var
skásti kosturinn.
Og nú er afmæliskvöldið mikla
runnið upp og Svenni kominn í bæinn
aftur. Doddi er búinn að bjóða átta
krökkum í veisluna auk Svenna og
Agnesar. Foreldrar hans og eldri
systkini verða ekki heima sem betur
fer þannig að hópurinn fær að vera í
friði fyrir forvitnum augum og blak-
andi eyrum. Mamma Dodda er búin
að matreiða þrjár stórar pitsur og
hann þarf ekkert annað að gera en
hita þær upp og bera fram.
Doddi og Svenni hafa alla tíð verið
góðir vinir enda hafa þeir svipuð
áhugamál. Þeir eru bræðrasynir.
Doddi hefur oft heimsótt Svenna upp
á Skaga og verið hjá honum um helg-
ar og í sumarleyfum. Þegar Svenni er
svo á ferð í bænum dvelst hann heima
hjá honum.
— Ég hlakka til að sjá þessa Agn-
esi, segir Doddi í fimmta sinn við
Svenna meðan þeir bíða eftir fyrstu
gestunum. Ja, hérna, þú ert bara
kominn með kærustu!
Eftir matinn er plata sett á fóninn
og Doddi hvetur krakkana til að
dansa. Fyrst í stað fæst enginn til þess
en svo brjóta tvær stelpur ísinn.
— Hva. . ætlið þið ekki að dansa?
spyr Doddi og mænir á Svenna og
Agnesi.
Þurfti hann þá að koma með eitt-
hvað svona? Langar hann til að sjá
hvernig þau taka sig út, nýja parið?
— Kannski á eftir, segir Agnes og
brosir.
— Við björgum okkur, engar
áhyggjur, bætir Svenni við og sendir
Dodda ljótt augnaráð. Hann langar
ekkert til að dansa í þessari björtu
stofu og leyfa hinum krökkunum að
njóta þess að sjá þau dansa saman.
Hann hugsar frænda sínum þegjandi
þörfina.
Doddi hverfur á braut, hefur líklega
skilið augnaráðið.
— Dansar þú sjaldan? spyr Agnes
Svenna.
— Já, frekar. Ég kann ekki mikið.
— Þið strákarnir eruð slappir við
að dansa. Hvernig stendur á því?
Svenni ypptir öxlum, veit það ekki.
— Kannski erum við feimnari en
þið.
Þau spjalla saman um íþróttir
drjúga stund og hlusta á tónlistina.
Svenna er farið að líða betur; hann er
ekki eins stressaður og áður. Doddi er
farin að dansa við stelpurnar.
— Heyrðu, sjáðu hvað frændi þinn
er duglegur að dansa, segir Agnes allt
í einu. Hann er dansfrík!
Svenni tekur lítt undir það. Honum
er ekkert um það gefið að Doddi
komist í sviðsljós Agnesar. Honum
finnst hann hoppa eins og bjáni í takt
við tónlistina, — greinilega hugsað til
að stela senunni.
Nokkru seinna sest Doddi hjá þeim.
Svitinn bogar af honum.
— Eruð þið ekki í stuði? spyr
hann. Af hverju dansið þið ekki?
— Æi, þú veist að ég er svo lítið
gefinn fyrir það, segir Svenni fýldur
og vonar að hann fari sem fyrst.
— En má ég þá nokkuð bjóða þér
upp? spyr Doddi blákalt og horfir á
Agnesi.
Það koma vöflur á hana; hún gýtur
augum til Svenna eins og hún sé að at-
huga viðbrögðin hjá honum, horfir
svo aftur á Dodda og kinkar kolli.
— Sé þig, segir hún við Svenna og
deplar öðru auga.
Andartaki síðar eru þau byrjuð að
dansa.
Svenni situr eftir með sárt ennið og
reiðin sýður í honum. Kvikindið hann
Doddi! Af hverju gerði hann honum
þetta? Skyldi hann vera að reyna við
hana? Svenni neitar að trúa því en allt
er nú til. Agnes er þess virði að strák-
ar fórni miklu, jafnvel vináttu.
Svenni fylgist grannt með Dodda og
Agnesi næstu mínútur. Þau virðast
skemmta sér vel og hann fær ekki bet-
ur séð en þau brosi hvort til annars.
Þegar þau dansa fimmta dansinn í
röð er Svenna nóg boðið. Hann rýkur
inn í næsta herbergi. Hann getur ekki
horft upp á þetta lengur.
Sá skal fá fyrir ferðina!
Framhald.
44
45
Svenni átti sjálfur eitt sinn kærustu
en sú vinátta stóð ekki nema í tvær
vikur. Þau kynntust í félagsmiðstöð.
Hann er myndarlegur strákur og ætti
sennilega auðvelt með að eignast nýja
kærustu ef hann legði sig fram. Hann
er miklu kaldari að tala við stelpur en
Svenni og mörgum þeirra finnst hann
skemmtilegur.
— Við erum bara góðir vinir, svar-
ar Svenni afsakandi og finnst óþægi-
legt að láta kalla Agnesi kærustu sína
þegar hún er það ekki. Það er ögrandi
fyrir hann. Kannski verður ekki neitt
úr þessu hjá þeim.
Gestirnir tínast inn, einn og einn.
Það fer um Svenna í hvert sinn sem
einhver hringir bjöllunni. Hann bæði
kvíðir fyrir og hlakkar til að hitta
Agnesi. Hann er á nálum!
Þegar Agnes er ekki komin klukkan
hálf níu fer Svenni að ímynda sér allt
það versta. Kannski hefur hún hætt
við og misst áhugann á honum?
Kannski þorir hún ekki ein? Hvað á
hann að taka til bragðs ef hún kemur
ekki? Henda sér í sjóinn? Hann fylgist
með stórri klukku á stofuveggnum og
er byrjaður að naga neglurnar.
Stundarfjórðungi eftir að allir gest-
irnir eru komnir nema Agnes glymur í
dyrabjöllunni. Hjartað í Svenna tekur
viðbragð.
Mínútu seinna stendur hún bros-
andi í dyrunum og heilsar þeim
Dodda. Uff! Nú, getur Svenni andað
dálitlu léttar. Doddi hefði kallað hann
lygalaup ef hún hefði hætt við að
koma. Hann hefði áreiðanlega reiðst
því að hann hlakkaði svo mikið til að
sjá hana, þessa sem Svenni var búinn
að lýsa nákvæmlega fyrir honum.
Agnes er stórglæsileg í kvöld,
— miklu, miklu sætari en fyrr. Sú
hefur puntað sig! Hún hefur látið
stytta hárið dálítið og er komin með
permanent. Bleikur varalitur myndar
umgjörð kringum mjallhvítar tennur
hennar. Hún er eitt bros þegar hún
heilsar þeim. Svo er hún klædd bleikri
skyrtu og leðurbuxum.
Svenni sér að Doddi hefur misst
andlitið. Hann horfir lengi á Agnesi
með opinn munn og skáskýtur síðan
augunum á Svenna. Öfundin skín úr
þeim. Hann trúir greinilega ekki sín-
um eigin augum. Engin smá skutla!
les Svenni úr þeim.
Agnes og Svenni fá sér sæti hjá.
krökkunum. Helst hefði hann viljað
setjast á eintal við hana en Doddi
býður þeim að sitja hjá hópnum. Auð-
vitað getur hann ekki haft á móti því.
Það er óþægilegt að geta ekki spjallað
við hana í ró og næði. Þau hafa nefni-
lega svo lítið kynnst.
Eftir skamma stund ber Doddi fram
heitar pitsur og kó. Þær eru alveg
meiriháttar! Gestirnir borða þær með
bestu lyst. Það þarf ekki að segja
þeim að fá sér meira.
STEFNUMÓTIÐ