Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1987, Side 53

Æskan - 01.12.1987, Side 53
UMSJÓN: HERDÍS EGILSPÓTTIR Þannig ferðu að: Þú teiknar fyrst höfuðið á dálítið stífan pappír. (1. mynd) Kringum andlitið og aftan á höfuðið er fallegt að líma pappírshringi sem verða eins og hárlokkar. Handleggirnir eru bara ein nokkuð löng ermi með höndum út úr báðum endum (2. mynd) Þú getur annaðhvort látið hendurnar halda á sálmabók eða hörpu (3 og 4. mynd) Það er fallegt að hafa hörpuna gyllta og vefa í hana strengina með fallegum þræði. Ef þú vilt hafa engilinn í kjól færðu þér hyrndan bút af efni sem sést í gegnum, fellir þétt saman, festir á miðjuna á erminni (2. mynd) og lætur hökuna á englinum koma þar yfir. 5 rnyrjd Á vængina getur þú annaðhvort teiknað fjaðrir eða þéttlímt snifsi af hvítum salernispappír (eða mjúkri pappírsþurrku) Þetta setur þú báðum megin á vængina (5. mynd) Þegar allt er orðið fast saman, vængir, handleggir, kjóll og höfuð, sveigir þú hendur engilsins fram og festir þær við hörpuna (eöa bókina) — (6. mynd) Engilinn getur þú svo hengt upp í spotta, t.d. úti í glugga. Mundu að breiða vel úr kjólnum. Þú getur tyllt honum út í ermina ef hann ætlar að lafa niður. Mundu svo að hugsa fallega eins og Magga litla. Þá fyllist heimurinn af alvöru englum! Gleðileg jól!

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.