Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 54
Umferðarskólinn
Það var einu sinni lítil stelpa. Hún
hét Kristín. Hún var í skólanum þegar
kennarinn tilkynnti að nú ætti hún að
fara í umferðarskóla daginn eftir. Þeg-
ar Kristín kom heim kallaði hún til
mömmu sinnar:
„Mamma, ég á að fara í umferðar-
skólann á morgun."
„Heldurðu að það verði gaman?“
spurði mamma hennar.
„Það verður örugglega gaman,“
svaraði Kristín.
í umferðarskólanum fékk svo Krist-
ín poka og blað.
Sendandi:
Betsý Ágústsdóttir, 6 ára,
Vestmannaeyjum.
Gátur
Ása Brynja Reynisdóttir, Traðarlandi
2, Bolungarvík, sendi Æskupóstinum
eftirtaldar gátur:
1. Að hvaða leyti líkist pylsa pípu?
2. í hvaða æðum rennur ekkert blóð?
3. Hvað er líkt með snigli og smyrj-
ara?
4. Á hvaða fiski er styst milli augn-
anna?
5. Hvaða vík er full af húsum?
6. Hvar situr maður þegar maður fer í
skólann?
7. Maður nokkur átti 6 dætur og hver
þeirra átti einn bróður. Hve mörg
börn átti maðurinn?
8. Efst er lifandi vera, neðst er lifandi
vera og leður á milli. Hvað er það?
Rétt svör er að finna á bls. 70.
Ánægð með starfs-
kynninguna
Hæ, hæ!
Ég vil lýsa yfir ánægju minni með
starfskynningarnar í Æskunni. Það er
mjög gott og þarft efni. Mig langar í
leiðinni til að koma með tillögu um
starf sem þið mættuð gjarnan taka fyr-
ir. Það er bókasafnsfræði. í hveiju
felst starfið? Situr maður bara og
stimplar út bækur eða fær maður tæki-
færi til að nota kunnáttu sína í bóka-
safnsfræðum?
Lýk ég svo þessu stutta bréfi og
kveð.
Heiódís L. Magnúsdóttir,
Víðigrund 11,
550 Sauðárkróki.
Til Kolbrúnar!
Hæ, hæ!
Það var stelpa sem sendi mér vegg-
myndir af Madonnu og Söndru ný-
lega. Hún heitir Kolbrún en gleymdi
að skrifa heimilisfangið sitt þannig að
ég get ekki sent henni myndir til
baka. Ef hún les þetta er hún beðin
um að senda mér heimilisfangið sitt.
Bless,
Sigurlína Bjarnadóttir.
Skrifið um dýr
Ég heiti Ingunn og er 11 ára. Ég hef
nýlega eignast fiska og langar því til
að biðja ykkur um að vera með gælu-
dýraþátt og skrifa m.a. um fiska,
ketti, kanínur, hunda og hamstra.
Bless og þökk fyrir gott blað.
Ingunn.
Lesið úr skriftinni
Kæri Æskupóstur.
Ég vil fyrst þakka fyrir einstaklega
frábært og skemmtilegt blað. Svo
langar mig til að fá svör við nokkrum
spurningum.
1. Er möguleiki á að fá fjölbreyttari
krossgátur en nú eru í blaðinu?
2. Hvert er heimilisfang Látúnsbark-
ans?
3. Getur Æskupósturinn lesið úr
skrift? Ef svo er getið þið lesið úr
minni?
Ein sem þykir gaman að spyrja.
Svör:
1. Við höfum komið ósk þinni á fram-
fœri við þann sem semur krossgátur fyr-
ir okkur. Það er vissulega alltaf erfitt að
gera öllum til hœfis. Einu sinni vorum
við með stóra og fremur þunga kross-
gátu en fengum lítil viðbrögð og hcett-
um þess vegna að birta hana.
2. Við vitum heimilisfang hans en get-
um því miður ekki Ijóstrað því upp. Þú
getur hins vegar skrifað í nýja þáttinn,
Aðdáendum svarað, sem kynntur er í
þessu blaði á bls. 16, og freistað þess að
Bjarni svari bréfi þínu.
3. Já, við getum lesið úr skrift — en
aðeins þegar krakkar eldri en 12-13 ára
skrifa því að skrift yngri barna er svo
ómótuð. Úr þinni skrift má lesa að þú
ert metnaðargjörn, ákveðin en örlítið
þrjósk — og þroskuð miðað við aldur.
Draumaprinsar
Kæra Æska.
Ég vil lýsa draumaprinsinum mín-
um. Hann er með dökkbrúnt hár, blá
augu og 174 sm á hæð. Hann fæddist
ÆSKUPÓSTURINN
54