Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 55

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 55
17. mars 1964. Hann er æðislega sætur og heitir Rob Lowe. Ein yfir sig ástfangin. Ég er æðislega hrifin af strák í Gler- árskóla. Hann er rauðhærður með freknur og er í 5. bekk. Því miður lít- ur hann ekki við mér. H-100. Draumaprinsinn minn er 13 ára. Hann er kallaður Tóti, dökkhærður og með dökk augu. Hann á heima í Reykjavík. Ég veit að hann hefur mikinn áhuga á körfuknattleik. Ég hef bara séð hann tvisvar. Ef hann les þetta í Æskunni bið ég hann um að skrifa fullt nafn og heimilisfang í pennavinadálk blaðsins. Ástfangin Selfossmœr. Draumaprinsinn minn er dökk- hærður með ljósar strípur og brún augu. Hann á heima í Þorlákshöfn og heitir Einar. Ef hann les Æskuna bið ég hann um að birta nafn sitt, heimil- isfang og síma í blaðinu. Ég veit að áhugamál hans eru sund og stelpur. Ein í Breiðholtinu. Draumaprinsinn minn er með skol- litað hár, brún augu og er í Hagaskóla í Reykjavík. Hann æfir mikið hand- bolta og knattspyrnu. Hann er 14 ára og vel vaxinn. Ég (S.U.P.T). Sömu brandararnir? Kæra Æska! Ég þakka fyrir þetta frábæra blað. Ég hef aldrei skrifað þér áður. Ég á heima að Hjallavegi 10 á Hvamms- tanga. Hér er ágætt félagslíf. Mér finnst vanta fleiri frásagnir af knattspymu- og handknattleiksliðum. Það mætti gjarna kynna knattspymu- mann. Ég vona að þetta bréf fari ekki í ruslakörfuna en mér finnst eitt að: Það eru alltaf sömu brandararnir. Ég vona að þessi brandari birtist: Rakarinn: „Og hvernig viltu hafa hár- ið?“ Stráksi: „Alveg eins og pabbi minn.“ Rakarinn: „Og hvernig hefur pabbi þinn það?“ Stráksi: „Bara gott, þakka þér fyrir!“ Með bestu kveðju, Hannes Þór. Við reynum að birta ekki sömu skrýtlur og nýlega hafa verið í blaðinu. En ef- laust hafa flestar birst einhvern tima áður, sumar oft. Við leituðum til að mynda fanga í 1. tölublaði Æskunnar, frá 1897, fyrir síðuna Grín og gaman í 8. tbl. 1987. (bls. 28) Skrýtlan um strák- ana, sem voru að metast um hvor hlypi hraðar, hefur verið á harðahlaupum síðan um aldamót og og borið niður í mörgum blöðum! Við birtum brandarann frá þér — en munum eftir að hafa lesið hann ein- hvers staðar nýlega! Fleira broslegt: Litli strákurinn fékk í fyrsta skipti að fara með foreldrum sínum á ballett- sýningu. Hann horfði undrandi á dansmeyjarnar tipla á tánum. Svo spurði hann: „Af hverju fá þeir bara ekki hærri stelpur?“ „Mamma, má ég fara út að leika mér?“ „í þessum fötum?“ „Nei, í garðinum.“ Sólveig Björgvinsdóttir, Þórustíg 3, Ytri-Njarðvík. Jói og Bjössi voru sendir út í búð til að versla fyrir mömmu sína. A leið- inni mættu þeir hundi. Jói: „Við skulum hlaupa, hann bítur okkur.“ Bjössi: „Það er engin hætta á því. Sérðu ekki að hann dillar rófunni?“ Jói: „Jú, en hann urrar líka og ég veit ekki hvorum endanum ég á að trúa.“ Silla, Vestmannaeyjum. Óli rakst á Lalla vin sinn þar sem hann var að veiða í tjörn. Að sjálf- sögðu spurði hann hvernig Lalla gengi. „Ja, ef ég næ þessum sem ég er að eltast við núna og tveim í viðbót verð ég búinn að fá þrjá.“ Prestur nokkur var að predika í fangelsi. Hann hóf ræðuna á á þessum orðum: „Það er afar ánægjulegt að sjá hér svona marga saman komna.“ Hermann Ingi 9 ára. í skóm og sokkum! Kæra Æska! Ég hef aldrei skrifað þér áður en „einhvern tíma verður allt fyrst." Mér finnst þú frábær og ég á allmörg blöð. Skemmtilegast finnst mér að lesa brandara og reyna við þrautir. En mér finnst að krossgáturnar mættu vera léttari en að undanförnu því að oft er erfitt að ráða í myndirnar sem finna skal heiti á. Ég sendi þér eina skrýtlu: „Pabbi, það er svo gaman þegar þú baðar mig. Mamma lætur mig alltaf fara úr sokkum og skóm. . .“ XY Elías og fíllinn Elías maur og ffllinn voru miklir vinir. Þegar ffllinn féll frá varð Elías afar áhyggjufullur og sagði alvarlegur við félaga sína: „Æ, ég verð alla ævi að grafa fflinn.“ Jóna 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.