Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 59
kynnist maður mörgum nýjum krökk-
um og það er alltaf gaman og fer einn-
ig í ferðalög.
í æskulýðsfélaginu finnst mér eins
og öllum líði vel. Þarna þarf enginn
að vera að leika neitt, að hann sé eitt-
hvað stærri eða meiri en hann er en
það er oft og tíðum bara gert til þess
að láta bera á sér. Innst inni eru þeir
sem slíkt gera frekar litlir. Hérna geta
allir verið þeir sjálfir og eðlilegir."
— Hvað gerið þið á fundum?
„Við komum saman á þriðjudags-
og miðvikudagskvöldum þar sem við
höfum skipt félaginu í eldri og yngri
deild. Við byrjum á því að syngja
saman, fáum fræðslu um Guð og för-
um síðan í einhverja leiki og gerum
ýmislegt annað. Að lokum les einhver
úr Bíblíunni og við endum með bæn
þar sem við biðjum bænavers eða frá
eigin brjósti og biðjum að lokum öll
Faðir vor. Þá er formlegum fundi lok-
ið og við opnum súkkulaði- og gos-
sölu. Þar getum við rabbað fram eftir
og setið saman.
Samverudagarnir fara fram í ein-
hverju safnaðarheimilinu hér í
Reykjavík. Við komum saman um há-
degisbil og erum fram undir miðnætti.
Þar hittum við krakka úr öðrum æsku-
lýðsfélögum, förum í leiki, fræðumst
um Guð, eldum saman og höfum sam-
eiginlegt kaffi. Þá er farið í vorferða-
lög út á land til þess að heimsækja
önnur æskulýðsfélög. Helgarmót eru
tvisvar á ári. Við förum burt úr bæn-
um og eigum ánægjulegar stundir
saman.“
— Fannst þér fermingarfræðslan
ekki vera nægilega góð?
„Nei. Ég vildi fræðast meira um
Guð o| fór þess vegna í æskulýðsfé-
lagið. Ég held að starfið komi mörg-
um á óvart. Sumir halda að allt sé afar
formfast í æskulýðsfélaginu en sú er
alls ekki raunin. Á fundum sitja allir í
hring, ekki eins og í sunnudagaskólan-
um þar sem sóknarpresturinn talar
einn.Þarna fá allir að tala og tjá sig,
segja hvað þeim býr í brjósti.
Mér finnst að ég sé jákvæðari í garð
Krists og kirkjunnar eftir að hafa ver-
ið í æskulýðsfélaginu. Það breytist
ýmislegt við nánari kynni. Margt, sem
manni finnst vera hálfasnalegt, fer að
skiljast og maður sér hlutina í nýju
ljósi. Það er ekki alltaf þetta sama og í
fermingarfræðslunni. Hún er líkari
skóla en fundirnir. í félaginu fáum við
ýmsa gesti í heimsókn og sjáum þann-
ig margt á nýjan hátt.“
— Hvers virði er Guð þér?
„Hann hefur breytt miklu fyrir mér.
Stundum, þegar mér finnst allt vera
ómögulegt, þá hefur hann bjargað og
hjálpað mikið. í æskulýðsfélaginu
kynnast krakkarnir Kristi miklu betur
en áður. Því ráðlegg ég sem flestum
að koma og kynnast félaginu, dæma
af eigin raun og sjá sjálf hvernig þetta
er þar sem það er ekki gerlegt að
dæma eftir því sem aðrir segja.“
Yfirleitt táknar fermingin
brautskráningu úr kirkjunni. Eftir
fermingu koma krakkarnir lítið
sem ekkert í kirkjuna.
Fermingarfrœðslan miðar að því
að fræða æskuna gerr um Guð,
lífið og tilveruna. Þegar
fermingarveislunni lýkur þá er
eins og lítill áhugi sé á Kristi og
því sem fram fór í
fermingarfræðslunni.
Eitt hefur þó tengt krakkana
betur en áður við starfið í
kirkjunni. Er það starf
æskulýðsfélaganna þar sem
krakkarnir stjórna oft og tíðum
sjálf sjá um undirbúning og þegar
þau eldast, fræðslu á fundunum.
Samhliða þeim er svo oftast eldra
fólk en þau til þess að aðstoða og
miðla af reynslu sinni, jafnt í starfi
sem og trú.
í æskulýðsfélögunum koma
krakkarnir saman til þess að
syngja, biðja og fræðast um Jesú
Krist, frelsara mannanna.
Jafnhliða er farið í leiki og ærslast
saman. Að auki er farið í
ferðalög. Krakkarnir eru saman
um helgar og stundum aðra daga.
Þannig hitta þessir krakkar marga
aðra kristna krakka, ekki aðeins
úr næstu sóknum eða
nágrannabyggðum heldur af öllu
landinu þar sem haldin eru
landsmót allra æskulýðsfélaganna.
Til að fregna aðeins nánar af
starfi œskunnar í
æskulýðsfélögunum tók ég viðtöl
við tvo krakka úr þessu starfi.
Voru það þau Snorri Sigurðsson
úr „Æskó Neskó“ í Neskirkju og
Valgerður Franklínsdóttir úr
„Vinum“ í Bústaðakirkju. Eru
þau bæði í 9. bekk, Snorri í
Hagaskóla og Valgerður í
Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Umsjón:
Pétur Þorsteinsson
59