Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Síða 70

Æskan - 01.12.1987, Síða 70
Efni frá lesendum Tryggur Saga þessi gerðist á sveitabæ sem er neðarlega í sveit einni, ekki langt frá fremur straumþungri á. Á bænum bjuggu hjón á miðjum aldri, ásamt tveim stálpuðum bömum sínum, strák og stelpu, og frænda þeirra. Fyrir nokkm settist þar að stór flækings- hundur sem allir vom frekar mótfallnir að taka í fóstur nema Katrín, dóttir hjónanna. Hún tók miklu ástfóstri við hundinn og kallaði hann Trygg. Annað heimilisfólk hélt því fram að Tryggur gæti borið með sér alls konar sýkla og væri heimskur svo að réttast væri að lóga honum en enginn fékk sig samt til þess því að fólk sá hvað Katrín hafði mikið dálæti á Trygg. Hún sá um að gefa honum að eta á hverjum degi og fékk leyfi til að gera honum bæli í gömlu fjósi sem var lítið notað. Nótt eina var mikill vöxtur í ánni og allir vom í fastasvefni á bænum nema Tryggur. Um miðja nótt kom hann hlaupandi að íbúðarhúsinu og gelti eins og hann ætti lífið að leysa. Þegar eng- inn sinnti honum byrjaði hann að klóra og krafsa í útidyrahurðina. Eftir nokkurt krafs tókst honum að hrinda upp hurðinni og í sama bili þaut hann inn. Hann fór rakleiðis í átt að herbergi Katrínar og vakti hana. Þegar hún sá Trygg allan rennandi blautan og moldugan varð henni ljóst að eitthvað mikið var að. Hún klæddi sig í snarhasti og vakti síðan foreldra sína og bað þá um að koma strax með sér því að það væri eitthvað um að vera úti, — hund- urinn væri óður. Þeir höfðu að vísu vaknað við lætin í Trygg en héldu að hann væri illa gefinn flækingshundur sem væri að gelta að bflum á þjóðvegin- um. Foreldrar Katrínar klæddu sig og flýttu sér út til að athuga hvað um væri að vera. Tryggur hélt áfram að ýlfra og gelta. Þau eltu hann niður að ánni. Þar sáu þau hvar myndast hafði hringsog í ánni og þrjú lömb börðust við að bjarga sér frá drukknun. Þremenningarmr hófust strax handa um að bjarga þeim. Með hjálp Tryggs tókst að bjarga fénu sem reyndist vera frá næsta bæ og hafa strokið úr fjárhúsinu. Eftir þetta atvik breyttist viðhorf heimilisfólksins til Tryggs og hér eftir varð hann trygg- asti og besti vinur allra. Hann reyndist líka hinn besti fjár- og minkahundur. Höfundur: Ingibjörg Sigurðardóttir, Víðinesi ll, Hólahreppi, Skagafirði. Hvíti riddc Seint í júní 1988. Sólin var hátt á lofti og nokkrir töff- arar á Hallærisplaninu voru að því komnir að leka niður af mótorhjólun- um sínum. Við ljósastaur á miðju plan- inu var bundinn glæsilegur mjallhvítur hestur með mjallhvítt fax og tagl. Á honum var mjallhvítur hnakkur og mjallhvítt beisli. Einhvers staðar á and- liti hestsins voru tvö svört augu. Inni í ísbúðinni á planinu var eigandi hestsins. — Góðan dag, herra minn. Eg girn- ist að fá eitt stykki af ísklatta í brauð- formi með ídýfu og hrísi ef þér vilduð gjöra svo vel, góði maður. Þetta var hávaxinn og laglegur mað- ur sem talaði, í silfurbrynju með silfur- hjálm á höfði og hvítt naglalakk á nögl- um. — Hei, hei, maður minn, hneggjaði búðarkarlinn. Þó að þú sért að fara á grímuball í þessum hallærislega bún- ingi geturðu talað við mig eins og venjulegur maður. — Maðurminn,mæltihinnglæsilegi riddari. Hvernig vogið þér yður að þúa mig og halda því fram að ég sé að fara á grímuball. Ég er allra riddara göfugast- ur og glaðastur. Hugrakkur er ég og óhræddur, glæsilegur og girnilegur en þér eruð aðeins vesæll og vansæll, slæmur og sóðalegur karl. Svo dró hinn óhræddi riddari sverð úr slíðrum og potaði í bumbuna á karl- inum, aðallega þó til að hrekkja hann. — Hver þremillinn! skrækti búðar- karlinn yfir sig hræddur. Augun ætluðu út úr höfðinu á honum. Þú ert bilaður gaur! Ég hringi strax í lögguna. Síðan stakk hann sér inn í næstu kompu til að hringja í lögguna. En hvíti riddarinn gekk út og bar höfuðið hátt, ánægður yfir því að hafa hrætt þennan ókurteisa afgreiðslumann. Hugprúði riddarinn hafði ekki fyrr fengið sér sæti á bekk fyrir utan sjopp- una en brjálæðisleg rokkmúsík fyllti 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.