Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1992, Side 7

Æskan - 01.01.1992, Side 7
var ráðist að mér úr öllum áttum. Ég var sett í fangaklefa og rósin var tekin af mér. Ég grét og grét en það stoðaði ekki. Þá mundi ég eftir eggj- unum og braut eitt. Skömmu seinna kom bústinn fugl fljúgandi inn um gluggann og sagöi: „Varstu að kalla á mig?" Hann tók mig á bak sér áður en ég gat svarað. Þegar við lentum sagði hann: „Æ, já, mundu eftir rósinni." Hann rétti mér rósina. Hún var fallegri en nokkru sinni fyrr! Ég veif- aði fuglinum sem sagðist heita Þröst- ur. Fram undan var vatn með mik- illi og fallegri eyju. Ég gekk að vatn- inu. Við bakkann var bátur. Ég sigldi á honum til eyjarinnar. Þegar ég var komin þangað var aftur komin þoka og rósin dáin. Á eynni var kastali sem á var rit- að: Kastali mengunardátans. Ég barði að dyrum. Grannur og lág- vaxinn maður kom til dyra og sagði: "Hvert er nafnið?" „Sonja"sagðiég. Ég var tekin föstum tökum og sama sagan endurtók sig. Ég í fangaklefa, annað egg brotið og loks flugferðin með Þresti. Nú var stór skógur fram undan. Ég fann á mér að kastali nomarinn- ar væri inni í skóginum. Ég bjó mig undir hættulega för því að ég fann á mér að þessi leið væri háskaleg- ust allra. Þegar ég var komin inn í skógar- jaðarinn fékk ég þungt högg á mig. Ég rankaði við mér í dyflissu kast- alans. I kringum mig voru fanga- klefar fullir af gömlum körlum. Ég í- myndaði mér að þeir hefðu ein- hvern tímann verið ungir prinsar í leit að fallegri prinsessu. Allt í einu heyrði ég fótatak og fangaverðir komu ásamt norninni til mín. Einn varðanna hneigði sig og sagði: „Drottningin okkar vill skylmast við þig." Drottningin eða Óhamingunorn- in var hryllilega langt á eftir tíman- um svo að hún hélt að ég væri prins. Ég var sárlega móðguð en spurði þó hvað væri í verðlaun. Nornin sagði að ég yrði frjáls ferða minna ef ég ynni en ef ég tapaði þyrfti ég að dúsa í fangaklefa til dauðadags. Ég var búin að gleyma að ég átti þriðja eggið eftir svo að ég sagði: „lá." Mér var fært langt og mjótt sverð. Við byrjuðum að skylmast. Sverðin snertust ótt og títt. Svona hefði þetta getað haldið lengi áfram svo að ég ákvað að láta til skarar skríða. Ég reyndi að höggva höfuðið af norn- inni en sverðið bognaði bara. En svo gerðist dálítið skemmtilegt. Norn- ina kitlaði svo mikið er sverðið kom við hana að hún fór að skellihlæja og veltist um af hlátri þar til hún gafst upp. Nú var ég frjáls ferða minna. Ég hélt ferðinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þegar ég hafði geng- ið um stund kom ég að litlu, snotru húsi. Samstundis vissi ég að þetta var hús Maríu. Ég drap á dyr. Göm- ul, fríð kona kom til dyra (Ég veit ekki af hverju mér fannst hún fal- leg, kannski var það brosið eða aug- un). Hún bauð mér inn og leyfði mér að gæða mér á indælu brauði með yndislegu áleggi sem ég gat ekki áttað mig á hvað var og bollu fékk ég í eftirmat. Svo kom ég mér að efninu. „María ..." byrjaði ég hálfhikandi. „Þú þekkir hann Sigmund?" „Ó, jú, hann Munda þekki ég," sagði María og brosti. „Hann er afi minn og þetta er frá honum." Ég rétti Maríu rósina. Hún fékk tár í augun og brosti svo fallega. Henni virtist vera sama þótt það væri ekki afi sem færði henni rósina og að hún kæmi svona seint. Ég ætl- aði að fara að gæða mér á fleiri boll- um en þá vakti mamma mig og sagði að afi væri dáinn. Ég hafði lengi kviðið þessum degi en ég gat varla grátið því að þetta var það sem hann vildi, að deyja. Við kistulagninguna sá ég að afi var enn þá fallegur. Ég setti hend- ina í vasann. Eggiö var þar enn! Ég laumaði því í kistuna. Mér fannst sem afi brosti til mín. Ég orti síðar til hans lítið ljóð: Afi er nú farinn. Við hittumst þó kannski senn. Munið nú allir að ævintýrin gerast enn! Æ S K A N 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.