Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 9
Einar og Heiða Berglind. Eins og lesendurÆskunnar hafa orðið varir við í síðustu tölublöðum þá fór blaða- maður hennar hringinn í kringum landið í fyrrasumar og tók ungmenni tali. Flest við- talanna hafa nú þegar birst en aðeins nokkur eru eftir og munu birtast í þessu blaði og þeim næstu. eskaupstað mætti ég ungu pari á fjölförnum vegi. Það leiddist hönd í hönd í svalri kvöldgolunni og rómantíkin skein úr andliti þess. „ Viðtal við Æskuna?“ stundu þau upp hálfringluð þegar ég bað þau um það enda minntust þau þess áreiðanlega ekki að hafa fyrr séð blaðamann frá Æskunni spranga um göturnar í Neskaupstað. 'ú, jú, það er allt í lagi, “ sögðu þau svo þegarþau loksins trúðu sínum eigin eyrum. Þau heita Einar Sólheim, 15 ára, og Heiða Berglind Svavarsdóttir, 13 ára. Ég gat ekki stillt mig um að beina þeirri spurningu til Heiðu hvort unnusti hennar hefði einhvern tíma leikið rómantísk lög á saxófón fyrir hana í einrúmi. „Nei,“ svaraði hún feimnislega og það tísti í henni. „En kannski á hann eftir að gera það.“ -Hvað á svo að gera f framtíð- inni? „Ég gæti vel hugsað mér að starfa eitthvað við tónlist," svaraði Einar- og kemur víst fæstum á óvart sem þetta lesa. „Sem stendur langar mig til að verða hjartaskurðlæknir," sagði Heiða. „En það getur breyst eins og svo margt annað.“ Þetta sagði unga parið að síð- ustu og við vonum að þegar þessar línur koma fyrir sjónir lesenda haldist samband þess - E.l. eg helt á ág nefna f Æsk- unni að þið séuð kærustupar? spurði ég kurteis- innar vegna því að þau væru kannski fyrir því. það er ekkert leyndarmál að • höfum verið saman í 10 vikur,“ svöruðu þau að bragði. - Eru margir jafnaldrar ykkar byrjaðir að vera saman? Þau ypptu öxlum, sögðust ekki ita það. g held þó að það sé fremur óal- gengt að krakkar byrji mjög ungir að vera sarnan," svaraði Einar. Ég ætlaði að spyrja þau meira ístarsamband þeirra en eyrði fljótt að þau vildu sem minnst um það tala - svo að ég venti mínu kvæði í kross. Heiða hefur átt heima í Neskaup- stað frá því að hún var þriggja ára, ^juttist þangað frá Borgarfirði eystri. er nú í 8. bekk. Einajhefur verið í Neskaupstað alla ævi aíþundanskildum fimm árum er hann dvaldist í Noregi ásamt fjöl- skylau sinni. Fyrirtveim árum flutt- t hann svo aftur heim. „í Noregi átti ég heima í bæ sem var aðeins stærri en Neskaupstað- ur,“ sagði hann. „Eftir þau kynni, sem ég hef haft af norskum og ís- lenskum unglingum, finnst mér vera lítill munur á þeim. Áhugamálin eru svipuð. í Noregi eignaðist ég marga vini og ég skrifast á við nokkra þeirra enn þá.“ EINAR í UNGLINGA- HLJÓMSVEIT - Hvað gerið þið í tómstund- unum? „Mér þykir skemmtilegast að vera á skíðum og æfa fótbolta," svaraði Heiða. „Svo hef ég verið í þrjú ár í skátafélaginu Nesbúum. Þar eru bæði strákar og stelpur og mjög gaman að taka þátt í starfinu.“ „En ég kem ekki nálægt skátun- um,“ sagði Einar „Ég er þeim mun meira í tónlistinni. Ég lærði á saxó- fón í þrjú og hálft ár og einnig leik ég á hljómborð. Við fórum fjórir héð- an frá Neskaupstað í júní til að leika á djasshátíð á Egilsstöðum. Hún heppnaðist mjög vel. Svo er ég í hljómsveit sem ekki hefur enn tekist að finna nafn á. Við höfum aðeins leikið á einum tónleikum. Tónlistar- val okkar er mjög fjölbreytt, allt frá lögum The Doors til laga þunga- rokkssveitarinnar Deep Purple." Æ S K A N 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.