Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1992, Side 25

Æskan - 01.01.1992, Side 25
Eg faldi hann undir peysunni minni, litla kettlinginn sem Milla frænka gaf mér. Hún gaf mér hann kannski ekki en sagði að ég mætti hirða hann ef ég vildi. - Læðan er dauð og ég þarf að ldta lóga kettlingnum, sagði hún. - En þetta er víst læða, bætti hún við. Ég sat og strauk mjúka feldinn hennar og mér fannst hún horfa ú mig með bæn í augunum. Nú var ég d leiðinni heim. Mamma hafði aldrei viljað fó dýr ú heimilið. Hjarta mitt hamaðist. Hvað segja þau heima? Svo settist ég út í garð, klappaði kisu minni og fannst hún ekki vera eins og aðrir kettlingar svona pínulítil og nærri rófulaus. Ég skýrði hana Skottu. Skotta sigraði mömmu sem sótti handa henni lítinn kassa til að sofa í. Og kisa stækkaði þó að aldrei yrði hún stór. En hún var bæði skynsöm og skemmtileg. Svo kom að því að hún útti kettlinga, fimm litla hnoðra! Mamma var nú ekki hrifin af því. Þeir fengu þó að vera um tíma, sugu mömmu sína og mér fannst hamingjan skína úr augunum á Skottu. minni. Hún sleikti þó og' snurfusaði og fljótlega fór hún að kenna þeim. Við systkinin múttum leika við þú en hún gætti þeirra fýrir ókunn- ugum. Eitt kvöldið sútum við saman í eldhúsinu og horfðum d kisu með börnin sín. Þd sagði mamma við pabba: - Nú er ekki lengur eftir neinu að bíða, þú verður að losa okkur við kettlingana. , M Við krakkamir störðum d pabba. Ég vissi að nú var komið að þessu óhjúkvæmilega. En pabbi dtti ekki auðvelt með þetta. - Ég get það ekki, sagði hann. - Við verðum að hafa einhver önnur rdð. Mömmu og pabba varö sjaldan sundurorða svo að ég vissi til. Og ég SKOTTA Saga eftir Brynju Einarsdóttur. fékk hræðilegt samviskubit. Þetta var allt mér að kenna. Við fórum í hóttinn og ég vissi að pabbi og mamma voru ósdtt. Daginn eftir sagði mamma mér ddlítið skrýtið: Hún og pabbi vöknuðu við að kisa var búin að bera alla kettlingana upp d loft og koma þeim fyrir í handarkrika pabba þar sam hann ld steinsofandi í rúmi sínu. Mömmu var allri lokið. - Skilur þetta dýr allt sem sagt er? spurði hún. En amma fullyrti að Skotta hefði sdl. Kettlingunum var komið í fóstur í hverfinu og Skotta hélt dfram að elska þd og ala þú upp. Hún kom með þd í heimsókn til skiptis, gaf þeim mat en skilaöi þeim svo aftur. Samskipti kisu við kettlingana voru ndin þar til hún varð kettlingafull aftur. Skotta var mikið veik þegar hún dtti að gjóta. Hún dtti svo bdgt aö ég hdgrét. Mamma sat hjd henni, strauk henni og talaði til hennar. Loksins fæddist kettlingur, aðeins einn með bæklaða fætur og ótrúlega stór. - Þessi vesalingur getur ekki bjargað sér, sagði mamma og horfði d kettlinginn. En samt var Skottu leyft að hafa hann fyrst í stað vegna mjólkur- innar. Hafi móðurdst Skottu verið sterk til kettlinganna fimm þd veit ég ekki hvað ég d að kalla tilfinningar hennar í þetta sinn. lEiginlega voru þær blandaðar körvæntingu. Hún skoðaði litla ' vanskapnaðinn sinn í krók og kring, sleikti hann og potaði í fætur hans, reyndi að fd hann til að standa ekkert stoðaði. Hún mjdlmaði sdrt. Mér fannst hún grdta. Eitt sinn er kisa mín vék sér frd var kettlingur- inn tekinn. Það kom maður og ’tók hann. En hvar var Skotta mín? Hún kom ekki heim. í þrjd daga leituðum við systkin- in um allt. Þd fórum við út í kletta. Þar var hún. Litla Skotta mín var ddin. En d hverju ld hún? Hún ld d pokan- um með kettlingnum sínum í. Honum hafði verið drekkt. Skotta hafði reynt að bjarga honum. Hún kisa mín dó af dst d litla, bæklaða barninu sínu. (Brynja Einarsdóttir er hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslustöðinni á Akranesi. Ljóð og sögur eftir hana hafa birst í ýmsum blöðum. Framhaldssagan, Er ég að verða stór?, var í Æskunni 1990-1991) ÆSKAN 2 5

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.