Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Síða 42

Æskan - 01.01.1992, Síða 42
„Mér finnst skemmtilegast að mat- reiða rétti sem ég bý til at fingrum fram með austurlensku ívafi. “ VAR OG HVENÆR ERTU FÆDD? í Reykjavík 13. september 1962. Söngstu mikið sem barn? Hver kenndi þér fyrstu lögin? Já. - Mamma. Manstu hvert var eftirlætislag þitt á bernskuárum? Eittaf fyrstu lögunum, sem ég man eftir, er „Bíum, bíum bambaló, bambaló og dillidillidó..." Þess vegna nefndi ég fyrstu brúð- una mína Dillidó. En ég átti alveg ógrynni af eftirlæt- islögum á bernskuárum mínum. Er margt tónlistarfólk í ættum þínum? Já, það er margt tón- og söngelskt fólk í ættunum en aðeins fátt af því starfar við tónlist (- enginn náskyld- urmér). Hefur þú lært á hljóðfæri? Já, áfiðlu, píanó og selló. GYLFADOTTIR Hvar lærðir þú söng? Ég hef sótt söngtíma hjá Snæ- björgu Snæbjarnardóttur, Sigurði Dementz Franssyni, Hanne Lore Khuse, Svanhvít Egilsson og síðast en ekki síst Guðmundu Elíasdóttur. Ýmist hafa þetta verið námskeið eða stuttur námstími nema hjá Guð- mundu. Hana hef ég þekkt síðan ég var níu ára og hún brautskráði mig frá Söngskóla Reykjavíkur. í hvaða skólum varstu? Barnaskóla Akraness, Grunnskóla Akraness, Lýðháskóla í Stafangri í Noregi, Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi. Tónlistarskólanum á Akranesi, Tónlistarskóla Reykjavíkur—og Garða- bæjar, Tónskóla Sigursveins, Söng- „ÞESS VEGNA HET FYRSTA BRÚÐAN mín miimwm skóla Reykjavíkur - og nú er ég í skóla lífsins. Við hvað hefur þú unnið? Ég hef komið víða við. Ég passaði börn þegar ég var barn, var í sveit, vann í sumarbúðum fyrir stelpur í Vindáshlíð, afgreiddi í verslunum, vann á tannlæknastofu, kenndi í tón- 4 6 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.