Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Síða 43

Æskan - 01.01.1992, Síða 43
listarskólum í fimm ár; hef verið einka- ritari, tónlistarfóstra á barnaheimilinu Grænuborg og leyst af í ýmsum störf- um. Nú starfa ég sem söngkona! Hvað þótti þár skemmtilegast að læra? Ég held að mér hafi þótt alveg af- skaplega gaman í skóla og að flestu sem þar var gert. Framan af skóla- göngunni hef ég sennilega haft mest gaman af teikningu og öllu sem henni tengdist, leikfimi og handavinnu. Mér fannst líka mjög gaman að semja sög- ur um ótrúlegustu efni. Ég held að ég eigi enn þá sögur í stöflum frá því ég var sjö ára. Hvað gerðir þú helst í tóm- stundum á barns- og unglings- árum? Ég eyddi miklum tíma í tónlistar- skólanum. Þar átti ég marga vini. Við vorum sífellt að æfa eitthvað, bæði á okkar eigin vegum og skólans. Mér fannst líka afar gaman að leika mér úti hvorf sem var um sumar eða vet- ur. Varstu í einhverjum félögum? Hvað líkaði þér best í félags- starfi? Ég var í KFUK sem barn og ung- lingur. - Félagsskapur við skemmtilegt fólk. Stundar þú íþróttir? Ég syndi, hleyp og sprikla þegar ég er „í stuði“ til þess. Mérfinnst mjög gaman áskíðum. Hverjir eru eftirlætisíþrótta- menn þínir? Þessa dagana er ég mjög stolt af íþróttakonu ársins, Ragnheiði Run- ólfsdóttur sundkonu. í hvaða hljómsveitum hefur þú verið? Grafík, Vinum Dóra, Blúsmönnum Andreu og Todmobile. Hvaða tónlist líkar þér best? Það fer eftir því hvaða dagur er. Hverjir hafa unnið lengst með þér við tónlistarflutning? Þorvaldur Bjarni, Eyþór Arnalds, Guðmundur Pétursson, Halldór Braga- son og Kjartan Valdimarsson. Ertu gift? Áttu börn? Sambýlismaður minn er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Ég á einn son, Bjart Guðjónsson. Hvað þykir þér skemmtilegast að matreiða? Rétti sem ég bý til af fingrum fram með austurlensku ívafi. En best að borða? Tælenskan mat á veitingastaðnum Síam. Hvaða mat kann Þorvaldur best að meta? Hvítlaukslæri að hætti Andreu. Hvort ykkar eldar oftar? , Ég. A hvaða leikurum hefur þú mest dálæti? Jeremy Irons, Vanessu Redgrave, Sigga Sigurjóns, Ladda - og mörg- umfleiri. Hefur þú ferðast víða - um ísland og önnur lönd? Já, ég hef ferðast mjög víða um ís- land. Einnig hef ég verið í ísrael, á ítal- íu, í Noregi, Danmörku, Englandi, Frakklandi - og er á leiðinni til Sví- þjóðar. Hvað þolir þú síst í fari fólks? Óheiðarleika og mannvonsku. Hvaða kosti fólks kannt þú best að meta? Heiðarleika og náungakærleik. Hver eru framtíðaráform þfn? Að halda áfram með það sem ég er byrjuð á. Hefur þú einhver spakmæli að leiðarljósi? Að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og gera alls ekki í dag það sem þú getur látið aðra gera fyrir þig á morgun... Hvaða ráð viltu gefa krökkum sem hyggjast feta tónlistar- brautina? Bara að byrja strax... Æ S K A N 4 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.