Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 44

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 44
SPURNINGAR OG SVÖR UM FRÍMERKJASÖFNUN: Er hægt að fá sendan ókeypis verðlista yfir íslensk frímerki 1992 frá Frímerkjahús- inu á Bókhlöðustíg? Svar: Áreiðanlega ekki enn þá því að ég veit ekki til þess að hann sé kominn út. Þessi verslun, eins og aðrar, gefa hins vegar út verðlista yfir þau frímerki sem þær hafa til sölu á hverjum tíma. Þú getur því vafalaust fengið sendan þann lista sem nú er í gildi. Stóru frímerkjalistana, sem skrá öll frímerki landsins, færð þú keypta í frímerkjaverslun- um eða bókaverslunum. Hvernig gerist maður áskrifandi að ís- lenskum frímerkjum? Svar: Þú skrifar Frímerkjasölunni, Póst- hólf 8445, og skýrirfrá hvaða nýfrímerki þú vilt fá, hvort þau eigi að vera notuð eða ó- notuð og svo framvegis. Síðan færð þú merk- in send í póstkröfu. Erlend merki getur þú fengið keypt í áskrift hjáfrímerkjaverslunum. Hvað á ég að gera til að skipta á merkjum við aðra safnara? Svar: Þegar við erum ífrímerkjaklúbbi eins og klúbbnum okkar og viljum eignast skipti- vini þá er margt sem gæta þarf að eins og að eignast ekki fleiri skiptivini en hægt er að sinna og að senda aldrei skiptivinum gölluð og Ijót merki. Ef þú getur ekki notað merkin geta aðrirþað ekki heldur. Ef þú skrifar safnara og ferð fram á skipti eða svarar auglýsingu þá er ekki ráðlegt að senda frímerki í fyrsta bréfi. Segðu heldur frá áhugaefni þínu og svo geta skiptin hafist. Svo þarf varla að minna á að setja góð merki og jafnvel mörg á hvert bréf. Sendið alltaf falleg bréf til skiptivinanna. Loks væri ekki úr vegi að vita hvernig skiptivinurinn vill hafa notuðu merkin stimpl- uð, t.d. í hornið eða á mitt frímerkið svo að dagsetningin sjáist greinilega. Af þessu má sjá að gjarna fara nokkur bréf milli skiptivinanna áður en skiptin hefjast raunverulega. Ef báðir aðilar hafa gert grein fyrir óskum sínum á þennan hátt er minni hætta á misskilningi og því verða skiptin á- nægjulegri. Fyrst og síðast skal gæta þess að allt sé Ijóst áður en skipti hefjast svo að ekki rísi upp misskilningur og jafnvel klögumál út af því að annar hvor aðilinn sé að hlunnfara hinn.... BRÉF TIL ÞÁTTARINS Ég er 11 ára og langar mjög mikið að ganga í frímerkjaklúbbinn. Ég hef verið áskrif- andi að Æskunni frá því að ég var 9 ára. Ég fékk áskriftina í afmælisgjöf og líkar blaðið mjög vel. Ég byrjaði að safna frímerkjum um líkt leyti, um haustið ef ég man rétt. Nú hef ég náð mér í ágætt safn. Mig langar að spreyta mig í frímerkjaklúbbi og líst ágætlega á þenn- an þó að hann sé lítill. Viltu vera svo vænn að lofa mér að ganga í hann og senda mér upplýsingar um hann? „Forvitinn, skriftar- og statsetningargrís" SPURNINGAR „FORVITINS“ OG SVÖR VIÐÞEIM Hvers vegna hefur klúbburinn heimili á Hólmavík? Svar: Klúbburinn á ekki heimili neins stað- ar annars staðar en þar sem félagar í honum eru. Umsjónarmaðurinn á hins vegar heima 30 kílómetrum fyrir norðan Hólmavík og hef- ir því póstfang þar með póstnúmeri 510. Hittast félagar á mótum eða fundum? Svar: Nei. Þeir eiga heima úti um allt land og það yrði dýrt að koma allir saman á fund, hvar sem það væri. Fyrr á árum, þegar klúbb- Dagur frímerkisins 1991 í Klúkuskóla á Sfröndum. Þrír safnarar í eldri deild skoða bækur um frímerki og ný frímerki - Jóhanna Guðbrandsdóttir, I/ictor Guðbrandsson og Harpa Guðbrandsdóttir. 4 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.