Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 54

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 54
VINAFÁ Kæra Nanna Kolbrún! Þetta er í þriðja skipti sem ég skrifa. Mér hefur aldrei verið svarað. Viltu vera svo góð að svara mér núna? Ég er ellefu ára og á fáa vini. Stundum reyni ég að eignast vini en allir snúast gegn mér. Ég hef ekki gert krökkunum neitt. Stundum kenna þeir mér um að ég hafi stolið, logið eða meitt - já, bara allt sem hægt er að kenna öðrum um. Ég hef reynt það sem ég hef getað til að losna undan þessu en allt mistekst. Ég er hrifin af strák sem er tveimur árum eldri en ég. Við þekkjumst dálítið og tölumst stundum við. Strákarnir í bekknum mínum vita að ég er hrifin af honum. Einu sinni sögðu þeir honum það. Hann leit á mig en sagði ekki orð. Hvað á ég að gera? Hvað lestu úr skriftinni? xixixixix Svar: Það var gottað þú gafst ekki upp á að skrifa. En það er mjög erfitt fyrir mig að velja fáein bréf til að svara hverju sinni. Öllum bréfriturum er mikið niðri fyrir og þeir biðja mig ákaft um að svara sér. Eg get því miður ekki svarað öllum. En það er ekki árangurslaust að skrifa þó að bréfið birtist ekki. Oft er besta hjálpin fólgin í því að setjast niður og skrifa. Það er ótrúlega margt sem skýrist þegar búið er að skrifa á blað hvernig manni líður. Þess vegna finnst mörgum unglingum og fullorðnum gott að halda dag- bók. Það er alls ekki nauðsyn- legt að skrifa í dagbókina á hverjum degi. Það gerirgagn þó að einungis sé skrifað eftir þörf- um. Mér virðist, af bréfi þinu að dæma, að þú sért komin í hlut- S 8 Æ S K A N verk syndasels. Erfitt er að skýra hvernig það gerist. Stundum eru það krakkar með lélegt sjálfs- traust sem lenda í þessu hlut- verki, krakkar sem eiga erfitt með að standa föst á sínu. Þá finna félagarnir þar veikan blett. En maður getur „orðið alveg gráhærður“ afað reyna að finna ástæður fyrir þessu því að yfir- leitt er bara um getgátur að ræða. Ég held að þú eigir að gefa þér tíma til þess að athuga þetta nánar. Þá væri best að hætta að sinni að reyna að eignast vini og taka upp þá iðju að skrifa í dagbók. Þar getur þú lýst atvik- um og hugleiðingum þínum. Dagbokina getur þú lesið eftir nokkurn tíma. Þannig færð þú yfirlit yfir hvað er að gerast og getur valið nýjar leiðir í sam- skiptum við krakkana. Einnig getur þú rætt við kennara þinn um þessi vinamál og fengið gagnlegar bendingar frá honum um hlutverk þitt í hópnum í skól- anum. Á meðan þú ert að átta þig á tilfinningum stráksins skaltu reyna að dylja að þú sért hrifin af honum. Hópurinn getur not- að sér það til að særa þig - ef þú ert íþví hlutverki sem þú lýs- ir. Þú gefur líka höggstað á þér ef þú talar of opinskátt um sjálfa þig og þín hjartans mál. Haltu á- fram að ræða við strákinn og reyndu að kynnast honum sem best. Ef eitthvað býr að baki þá kemur að því að þið finnið ykk- ur eitthvað skemmtilegt til að gera, eitthvað sem þið hafið bæði áhuga á. Góðir vinir ræða saman, hlusta á tónlist, fara í bíó saman eða í sund, skíða- og skautaferðir. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Skriftin er mjög læsileg og þér lætur vel að tjá þig í rituðu máli. ALGJÖR UNGLINGUR Kæra Nanna Kolbrún! Ég á í vandræðum með pabba minn. Hann er alltaf að grínast - líka þegar ég tala við hann í alvöru. Svo má ég ekki gera eða segja neitt þá byrjar mamma að öskra. Ég er alveg að fara á taugum. Ég er hryllilega bráðþroska, lík- amlega og andlega. Hvað á ég að gera? Ég er að verða algjör unglingur. Getur þú lesið úr skriftinni? Ein taugaveikluð. Svar: Líklega er það rétt hjá þér að unglingsskeið þitt sé að nálg- ast. Það tímabil getur verið erfitt bæði fyrir foreldrana og ungling- inn. Pabba og mömmu finnst barnið þeirra enn þá vera barn og koma fram við það sam- kvæmt því. Unglingum finnst oft að foreldrar þeirra skilji þá ekki - eins og þú lýsir í bréfi þínu. Ég giska á að þú sért ellefu eða tólf ára. Á þeim aldri fara breytingar unglingsáranna að gera vart við sig. Unglingar eru oft mjög viðkvæmir og lítið þarf til að koma þeim í uppnám. Þetta á einkum við ef eitthvað blæs á móti eða unglingnum finnst að ekki sé sýndur skilningur á því sem um er rætt. Unglingsárin eru mikill þroskatími fyrir alla. Þá er nauð- synlegt að unglingar og foreldr- ar geti rætt saman af alvöru og í einlægni. Æskilegast er að for- eldrar og börn þeirra líti á sig sem samherja á þessum árum - ekki sem andstæðinga. Ung- lingar geta haft aðrar skoðanir en foreldrar þeirra og verið ó- sammála þeim án þess að gera þá að óvinum sínum. Þetta krefst mikils skilnings á báða bóga og er oft erfitt bæði fyrir foreldrana og börnin. Reyndu því að leggja þitt af mörkum til þess að ekki mynd- ist gjá skilingsleysis á milli ykk- ar. Segðu pabba og mömmu frá vangaveltum þínum og hvernig þér finnst að vera að þokast í átt að unglingsárum. Stundum er mjög fróðlegt og auðvelt að byrja umræðuna á því að spyrja þau um unglingsár þeirra og leiða talið síðan að þér sjálfri og hvernig þér líður. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? En verið getur að betur henti að ræða við þau hvort í sínu lagi og mynda þanhig gagnkvæman trúnað. Skriftin er dálítið misjöfn - á köflum mjög barnaleg en þroskuð og fullorðinsleg á milli. Það gæti borið vott um tog- j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.