Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 46

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 46
 KTOTCJ OG DANSIÐ NÚ GEFST TÆKIFÆRITIL AÐ LÆRA LÉTTA SVEIFLU í DANSIÁ FIMM STUNDUM... vetur hefur verið efnt til dansnámskeiða í Reykjavík þar sem norskir leiðbeinendur, Sidsel og Johan Fasting, kenna létta sveiflu í dansi. Hvert námskeið er haldið á tveim- ur dögum og er tvær og hálf stund í senn. Námskeiðin hafa reynst mörgum kær- komið tækifæri til að læra léttar og frjálsar dansaðferðir á stuttum tíma. Þau verða næst haldin dagana 12.-15. mars - og loks í lok apríl. Þau skiptast í byrjendanám- skeið, framhaldsnámskeið og námskeið fyrir 10-13 ára krakka. Á námskeiðunum er mikið fjör á ferðum. Jóhann og Sidsel hafa einstakt lag á að láta fólk skemmta sér jafn- framt því sem það lærir réttar hreyfingar. Þau hafa kennt dans með þessum hætti í nokkur ár í Noregi og áhugi Norðmanna á dansi hefur aukist verulega. Jóhann, norsku ungmennafélögin og Áfengis- og vímuefnaráð Noregs hafa komið á fót þjónustustofnun, Komið og dansið, sem býður námskeið fyrir almenning, skóla, vinnustaði og hvers konar hópa sem vilja læra skemmtilegan og auð- veldan dans. KOMIÐ BROSANDI! í kynningu á námskeiðunum er lögð áhersla á að all- ir komi brosandi, klæðist léttum fötum og lágum skóm - og hafi með sér handklæði til að þurrka svitann! Raunin er líka sú að allir hafa gaman af að læra þetta létta sveiflurokk í óþvinguðu umhverfi - og að þörf er fyrir handklæðin eftir hraðan dans! Stefnt er að því að stofna til samtaka hér á landi með það markmið m.a. að gera dansinn að almenningseign og halda stutt dansnámskeið að hætti Komið og dansið í Noregi. S O Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.