Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 46

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 46
 KTOTCJ OG DANSIÐ NÚ GEFST TÆKIFÆRITIL AÐ LÆRA LÉTTA SVEIFLU í DANSIÁ FIMM STUNDUM... vetur hefur verið efnt til dansnámskeiða í Reykjavík þar sem norskir leiðbeinendur, Sidsel og Johan Fasting, kenna létta sveiflu í dansi. Hvert námskeið er haldið á tveim- ur dögum og er tvær og hálf stund í senn. Námskeiðin hafa reynst mörgum kær- komið tækifæri til að læra léttar og frjálsar dansaðferðir á stuttum tíma. Þau verða næst haldin dagana 12.-15. mars - og loks í lok apríl. Þau skiptast í byrjendanám- skeið, framhaldsnámskeið og námskeið fyrir 10-13 ára krakka. Á námskeiðunum er mikið fjör á ferðum. Jóhann og Sidsel hafa einstakt lag á að láta fólk skemmta sér jafn- framt því sem það lærir réttar hreyfingar. Þau hafa kennt dans með þessum hætti í nokkur ár í Noregi og áhugi Norðmanna á dansi hefur aukist verulega. Jóhann, norsku ungmennafélögin og Áfengis- og vímuefnaráð Noregs hafa komið á fót þjónustustofnun, Komið og dansið, sem býður námskeið fyrir almenning, skóla, vinnustaði og hvers konar hópa sem vilja læra skemmtilegan og auð- veldan dans. KOMIÐ BROSANDI! í kynningu á námskeiðunum er lögð áhersla á að all- ir komi brosandi, klæðist léttum fötum og lágum skóm - og hafi með sér handklæði til að þurrka svitann! Raunin er líka sú að allir hafa gaman af að læra þetta létta sveiflurokk í óþvinguðu umhverfi - og að þörf er fyrir handklæðin eftir hraðan dans! Stefnt er að því að stofna til samtaka hér á landi með það markmið m.a. að gera dansinn að almenningseign og halda stutt dansnámskeið að hætti Komið og dansið í Noregi. S O Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.