Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 9

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 9
æfingu og ætlaði líka að skrá sig til þátttöku í enn einu tíu kílómetra hlaupinu! Og ég tóktil við að spyrja ... - Hvenær fékkstu áhuga á að keppa í langhlaupum? „Ég hef alltaf haft gaman af því að hlaupa. Pabbi skokkar og ég fékk að fara með hon- um í Reykjavíkur- Maraþon 1989. Ég hef verið með í því hlaupi síðan. Það fer alltaf fram í ágúst og 1991 var hlaupið á átta ára afmælis- daginn minn, 18. ágúst!“ - Hefur þú æft þessa grein sérstaklega? „Já, ég hef verið nokkuð dugleg að æfa mig, sérstak- lega í sumar. En ég byrjaði fyrst með Ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellsbæ þegar ég var fimm ára, - í leik- og þrekæfingum tvisvar í viku. Svo fór ég í ÍR og hef æft ýmsar frjálsíþrótta-grein- ar með því félagi í tæp tvö ár.“ - Hefur þú keppt í mörgum greinum? „Já, í ýmsum greinum í frjálsum íþróttum - en ég kann best við löngu hlaupin." - Hvenær keppir þú næst? „í Jónsmessu-hlaupinu 23. júní. Ég býst líka við að vera með í Borgarhlaupi Nike í sumar. Ég held að það verði Ljósmynd: Tómas Jónasson EygerðurInga Halþórsdóltir á æfingu á Laugardalsvelli. Ljósmynd.Tómas Jónasson. 5 km. Kannski keppi ég í 800 m hlaupi á Unglingameist- aramóti íslands á Dalvík. Ég á kost á því.“ - Keppa einhverjir ætt- ingjar þínir í langhlaupum? „Já, Jóhann Ingibergsson — og Hjálmar Jóelsson á Egils- stöðum hefur oft tekið þátt í þeim.“ - Hvað gerir þú í tóm- stundum - annað en að æfa íþróttir? „Ég fer oft í sund. í fyrra- haust byrjaði ég að syngja með Barnakór Varmárskóla. Mér þykir líka gaman að lesa sögubækur. Og ég er áskrif- andi að Æskunni og finnst skemmtilegt að lesa hana og leysa þrautir.“ -Áttu gæludýr? „Nei, en mér þykir vænt um dýr. Ég hef verið dálítinn tíma í sveit í tvö sumur - að Saur- bæ í Skagafirði. Ég fer þang- að í júlí og verð í tvær vikur. Þar eru hundar, kettir, hestar og kýr. Líka kindur en þær verða á fjöllum þegar ég kem norður. Ég fer stundum í út- reiðartúr. Það er mjög gam- an. Hér fyrir sunnan skrepp ég stöku sinnum í hesthús með vinkonu minni. Ég hef líka farið með henni á fundi í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ.“ Eygerður Inga þarf a.ð fara á æfingu. Við látum spjallinu lokið. En hún hefurekki „sagt sitt síðasta orð“ á hlaupa- brautinni. Það mun tíminn leiða í Ijós. KH Æ S K A N 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.