Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Síða 9

Æskan - 01.06.1993, Síða 9
æfingu og ætlaði líka að skrá sig til þátttöku í enn einu tíu kílómetra hlaupinu! Og ég tóktil við að spyrja ... - Hvenær fékkstu áhuga á að keppa í langhlaupum? „Ég hef alltaf haft gaman af því að hlaupa. Pabbi skokkar og ég fékk að fara með hon- um í Reykjavíkur- Maraþon 1989. Ég hef verið með í því hlaupi síðan. Það fer alltaf fram í ágúst og 1991 var hlaupið á átta ára afmælis- daginn minn, 18. ágúst!“ - Hefur þú æft þessa grein sérstaklega? „Já, ég hef verið nokkuð dugleg að æfa mig, sérstak- lega í sumar. En ég byrjaði fyrst með Ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellsbæ þegar ég var fimm ára, - í leik- og þrekæfingum tvisvar í viku. Svo fór ég í ÍR og hef æft ýmsar frjálsíþrótta-grein- ar með því félagi í tæp tvö ár.“ - Hefur þú keppt í mörgum greinum? „Já, í ýmsum greinum í frjálsum íþróttum - en ég kann best við löngu hlaupin." - Hvenær keppir þú næst? „í Jónsmessu-hlaupinu 23. júní. Ég býst líka við að vera með í Borgarhlaupi Nike í sumar. Ég held að það verði Ljósmynd: Tómas Jónasson EygerðurInga Halþórsdóltir á æfingu á Laugardalsvelli. Ljósmynd.Tómas Jónasson. 5 km. Kannski keppi ég í 800 m hlaupi á Unglingameist- aramóti íslands á Dalvík. Ég á kost á því.“ - Keppa einhverjir ætt- ingjar þínir í langhlaupum? „Já, Jóhann Ingibergsson — og Hjálmar Jóelsson á Egils- stöðum hefur oft tekið þátt í þeim.“ - Hvað gerir þú í tóm- stundum - annað en að æfa íþróttir? „Ég fer oft í sund. í fyrra- haust byrjaði ég að syngja með Barnakór Varmárskóla. Mér þykir líka gaman að lesa sögubækur. Og ég er áskrif- andi að Æskunni og finnst skemmtilegt að lesa hana og leysa þrautir.“ -Áttu gæludýr? „Nei, en mér þykir vænt um dýr. Ég hef verið dálítinn tíma í sveit í tvö sumur - að Saur- bæ í Skagafirði. Ég fer þang- að í júlí og verð í tvær vikur. Þar eru hundar, kettir, hestar og kýr. Líka kindur en þær verða á fjöllum þegar ég kem norður. Ég fer stundum í út- reiðartúr. Það er mjög gam- an. Hér fyrir sunnan skrepp ég stöku sinnum í hesthús með vinkonu minni. Ég hef líka farið með henni á fundi í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ.“ Eygerður Inga þarf a.ð fara á æfingu. Við látum spjallinu lokið. En hún hefurekki „sagt sitt síðasta orð“ á hlaupa- brautinni. Það mun tíminn leiða í Ijós. KH Æ S K A N 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.