Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 10

Æskan - 01.08.1994, Side 10
gaman að vera með hunda nema þeir séu illa upp aldir og vondir. Hann var lítill hvolpur þegar við fengum hann á Ólafsfirði á fyrsta tökudegi. Við vorum þar í hálfan mánuð. Reyndar átti hann að vera blendingur en við völdum frekar hreinræktaðan hund. Það er betra að siða þá. Hann er íslenskur fjár- hundur." - Hvað varð um hann? „Við tókum hann að okkur eftir að við komum í bæinn en það er ekki gott að hafa hund á þessu heimili af því að enginn er heima að minnsta kosti hálfan daginn. Ólafía Hrönn, sem lék hundakonuna, keypti hann. Henni fannst hann æðislegt krútt!“ - Átt þú eitthvert dýr? „Ekki núna. Ég átti hamstra og við höfum átt tvær kisur saman. En Halla systir mín hefur átt naggrís, kanínu og fugl. - Hvað hún er göm- ul? Ja, ég man það varla, jú, hún er á 15. ári. Hún er í tíunda bekk í Víði- staðaskóla. Hera systir er að byrja í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hún er á 17. ári.“ SEX KENNARAR Á EINU ÁRI - í myndinni selur þú blöð. Hafðir þú unnið við það sjálfur? „Já, ég hafði einmitt selt Fjarðar- póstinn veturinn áður. Ég fékk 40 blöð og mátti ganga í hús í ákveðn- um götum og selja síðan á götunni eða í fyrirtækjum. Það gekk bara vel. Atriðið var tekið í Austurstræti og á Austurvelli. Mér fannst dálítið skammarlegt þegar ég var að hrópa hástöfum: Dagblaðið - Vísiiir! Nokkrir krakkar voru með í þessu atriði og seldu blöð. Við vorum með eldgömul blöð og þau voru frá þriðjudegi en þetta var á laugardegi. Sumir krakkanna gátu selt fólki blöðin á fimmtíu krónur!“ - Þekktir þú einhverja af krökkun- um sem léku í myndinni? „Nei, og þó. Sá sem leikur Alla í myndinni heitir Gylfi og var með mér í sjö ára bekk í Æfingaskólanum í hálft ár. Þá var ég að koma frá Danmörku. Ég hafði sex kennara á einu ári - ekki einu skólaári en 365 dögum. Tveir voru í Danmörku, tveir í Æf- ingaskólanum, fyrst aukakennari meðan aðalkennarinn var í barns- burðarleyfi, minnir mig, og síðan kom hann, hún!, aftur. í Víðistaða- skóla hafði ég líka tvo kennara!" SLETTI DÖNSKU - Varstu lengi í Danmörku? „Já, fimm ár. Mamma var að læra að verða innanhúsarkitekt og pabbi kenndi þar á rneðan." - Hvernig fannst þér að koma í bekk á íslandi? „Það var allt í lagi. Ég skildi og gat talað íslensku þegar ég kom þó að ég beygði orðin dálítið vitlaust og sletti dönsku! Við töluðum íslensku á heimilinu ytra en við krakkarnir lékum okkur „á dönsku!“ - Hlakkarðu til frumsýningarinnar eða kvíðir þú fyrir henni? „Ég hlakka bara til. Við fjölskyldan sáum myndina fyrir viku og ég tók ekki eftir neinu sem ég þyrfti að vera óánægður með. Mér finnst hún fín.“ - Hafa krakkarnir í skólanum talað mikið um myndina við þig? „Nei, nei. Bara krakkarnir í bekkn- um mínum þegar tökurnar voru bún- ar því að þá hafði ég ekki verið í skólanum í einn og hálfan mánuð. En hinn bekkurinn vissi ekkert fyrr en löngu seinna!" Kannski hefur það breyst eftir frumsýninguna. En ég þykist vita að það hafi ekki mikil áhrif á Kára. Hann verður sami strákurinn, einlægur og fjörlegur sem fyrr. Kári sem Emil og Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem „hundakonan". 7 O Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.